fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 08:54

Samsett mynd: DV og ​Arkþing ehf. og C.F. Møller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bygging nýrra höfuðstöðva ríkisbanka er óþörf og óforsvaranleg,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Birgir um nýjar 16.500 fermetra höfuðstöðvar Landsbankans sem eiga að rísa við Austurhöfn á einni dýrustu lóð landsins. Á dögunum var greint frá því að áætlaður kostnaður vegna byggingarinnar væri kominn upp í 11,8 milljarða króna, en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að byggingin myndi kosta um níu milljarða.

Fólki sagt upp og útibúum lokað

Birgir bendir á að fjármálaþjónusta hafi tekið hröðum breytingum og flestir bankar standi nú í aðgerðum til að lækka kostnað. „Helstu leiðir sem farnar hafa verið eru uppsagnir starfsfólks, lokanir útibúa og þróun nýrra tæknilausna,“ segir hann og vísar í Hvítbók um fjármálakerfið máli sínu til stuðnings. Þá vitnar hann í forstjóra Vinnumálastofnunar sem sagði að á síðastliðnum fjórum árum hafi um 800 manns misst vinnuna í bankastarfsemi.

Landsbankinn er 98 prósent í eigu ríkisins og hefur Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagt að bankinn sé í almennum hagræðingaraðgerðum og starfsfólki hafi fækkað mikið síðustu ár. Birgi þykir þetta einkennilegt í ljósi framkvæmdanna við Hafnartorg.

„Þrátt fyrir mikla fækkun starfsfólks og gjörbreytt starfsumhverfi stendur Landsbankinn í stórframkvæmd á Hafnartorgi upp á 17.000 fermetra og byggir nýjar höfuðstöðvar fyrir milljarða króna á einni dýrustu lóð landsins. Framkvæmdin hækkar stöðugt í verði og fyrir skömmu bárust fréttir þess efnis að nú þegar verktakinn er rétt búinn með grunninn hefur verkið farið 1,8 milljarða króna fram úr áætlun, sem stendur í 12 milljörðum og á eflaust eftir að hækka enn frekar.“

Málið óþægilegt

Birgir segist enn fremur hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva. „Spurði ég um áætlaðan byggingarkostnað, hvort til greina kæmi að hætta við bygginguna og selja lóðina. Auk þess spurði ég ráðherra hvort hann teldi framkvæmdin skynsamlega af hálfu ríkisbanka, ekki síst í ljósi mikilla breytinga á bankaþjónustu og fækkun starfsmanna. Skemmst er frá því að segja að ráðherra hefur ekki enn svarað fyrirspurninni. Lýsir þetta skorti á virðingu gagnvart Alþingi og að málið er óþægilegt fyrir hann.“

Birgir segir  vandséð hvernig hægt sé að réttlæta að ríkisbanki setji vel á annan tug milljarða í byggingu, sem hann þarf ekki á að halda. Auk þess muni bankinn aðeins nota um helming byggingarinnar en leigja þúsundir fermetra út frá sér til verslunar og þjónustu. Birgir segir að fjármálaráðherra hefði getað komið í veg fyrir þessa „dýru og taktlausu“ framkvæmd en hafi skort kjark til þess. Birgir endar grein sína svo á þessum orðum:

„Nær væri að þeir milljarðar sem fara í þetta gæluverkefni yrðu settir í fjársvelt heilbrigðiskerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“