fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

RÚV telur að ekki hafi átt sér stað svindl í keppni MR og Kvennó – Úrslitin standa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 08:32

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitin standa í viðureign MR og Kvennó í Gettu betur á föstudagskvöld þar sem MR vann með eins stigs mun. Raddir hafa verið háværar um að þjálfari MR hafi leiðrétt liðið með frammíkalli í síðustu í vísbendingaspurningunni og þannig tryggt liðinu sigur. Á vef RÚV er birt yfirlýsing frá Stýrihóp Gettu betur um málið og þar segir:

Stýrihópur Gettu betur hefur fundað um atvik sem upp kom í viðureign MR og Kvennó í Gettu betur á föstudagskvöld. Eftirfarandi er tilkynning frá stýrihópnum:
Stýrihópur Gettu betur ásamt spurningahöfundum og dómurum fór í dag yfir atvik sem upp kom í keppni á milli MR og Kvennó föstudaginn 14. febrúar. MR svaraði þriðja lið vísbendingaspurningu rétt en breytti svari og svo aftur eftir að hljóð virtist hafa borist úr sal.

Reglur keppninnar eru skýrar og svindl er alls ekki liðið. Dómarar, stjórnendur og starfsfólk útsendingarinnar bæði í sal og myndstjórn fylgjast náið með áhorfendum í sal og verði vart við eitthvað óeðlilegt á meðan keppni stendur er spurning gerð ógild og ný spurning borin upp. Í keppninni í gær urðu stjórnendur ekki varir við slíkt og því standa úrslitin eins og reglur kveða á um. Til að koma í veg fyrir álitamál í framtíðinni brýnir RÚV fyrir áhorfendum að sýna keppendum virðingu, kalla ekki fram í eða trufla keppnina á annan hátt.

Smellið hér fyrir nánari umfjöllun um atvikið og myndskeið af því

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“