fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður bókasafns Hafnarfjarðar óttast um heilsu barnanna: „Ótrúlegt að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfirmönnum safnsins og bæjaryfirvöldum hefur lengi verið fullkunnugt um að barnadeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar sé full af myglu,“ segir starfsmaður Bókasafns Hafnarfjarðar sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að missa starf sitt.

Mikil veikindi starfsmanna

Bókasafn Hafnarfjarðar er með stærri bókasöfnum landsins, en húsnæðið hefur lengi verið krökkt af myglu en mismikið hefur verið gert vegna þess. Tónlistardeildin var öll tekin í gegn fyrir nokkrum árum, sem og 2. hæð safnsins. Starfsmaðurinn segir að allt kapp hafi verið lagt á að halda ástandi hússins, og þá sérstaklega ástandinu á barnadeild, leyndu.

„Það er kominn nýr forstöðumaður, Sigrún Guðnadóttir, sem tók við af Óskari Guðjónssyni í haust. Vonandi mun Sigrún koma með ferska vinda og tækla vandamálin í staðinn fyrir að leggja alla áherslu á að leyna þeim. Hún er í það minnsta mjög ákveðinn yfirmaður.“

Mygla er hættuleg heilsu fólks og segir starfsmaðurinn að mikil veikindi starfsmanna síðustu ár staðfesti að eitthvað sé ekki í lagi við húsakost safnsins.

„Reynt er að fela mygluna á barnadeildinni en auðvelt er að sjá bólgna veggi á bak við hillur og í tveimur bakherbergjum. Loftið þarna inni er slæmt og það er mikið ábyrgðarleysi fyrrverandi forstöðumanns og bæjaryfirvalda að hafa lítið sem ekkert gert til að laga ástandið á barnadeild. Það er búið að bjóða leikskólabörnum og öðrum börnum upp á húsnæði sem er uppfullt af myglu svo árum skiptir og það er hreinlega ótrúlegt að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi. Af hverju var tónlistardeildin löguð í hvelli en ekki barnadeildin? Þetta er með ólíkindum.“

Minnst á myglu í starfsáætlunum

Fullyrðing starfsmannsins um myglu í húsnæðinu virðist fá nokkra staðfestingu í starfsáætlunum Hafnarfjarðar í menningar- og ferðamálum undanfarin ár. Í áætlun fyrir árið 2020 segir:

„Nauðsynlegt er að hlú vel að viðhaldi safnabyggingar BH og eftirlit með athygli og áherslum á heilsusamlegt starfsumhverfi. Átaks er þörf í viðhaldsmálum til að glíma við vanda vegna raka og myglu í byggingunni. Þó að einhverjar úrbætur voru gerðar 2019 má gera enn betur. Huga þarf að breyttu húsnæði fyrir BH [Bókasafn Hafnarfjarðar].“

Svipað orðalag var að finna í áætlun fyrir árið 2018:

„Nauðsynlegt er að hlú vel að viðhaldi safnabyggingar BH og eftirlit með athygli og áherslum á heilsusamlegt starfsumhverfi. Átaks er þörf í viðhaldsmálum til að glíma við vanda vegna raka og myglu í byggingunni.“

Mygluvandi og heilsufarsvandamál sem honum fylgir hafa mikið verið til umræðu í samfélaginu undanfarin ár. Einstaklingar hafa lýst ýmsum kvillum sem þeir rekja til myglusvepps í húsnæði. Skiptar skoðanir eru þó um hvort það sé sveppurinn sjálfur sem veikindunum valdi eða samanbland ólíkra þátta sem fylgi raka og geta haft neikvæð áhrif á loftgæði innanhúss. Auk sveppa gætu það verið bakteríur, útgufun frá byggingarefnum, niðurbrotsefni, lífveruagnir og fleira. Hluti barna og fullorðinna glímir einnig við sveppaofnæmi og reynist þeim einstaklingum sérstaklega þungbært að búa með svepp í nærumhverfi sínu.

Mælingar leiddu í ljós að mygla sé ekki til staðar

DV hafði samband við samskiptafulltrúa Hafnarfjarðar og óskaði eftir viðbrögðum við frásögn starfsmannsins. Í svari kemur fram að óháður aðili hafi verið fenginn til að taka út húsnæðið og niðurstaðan hafi sýnt fram á að þó svo vísbendingar hafi fundist um raka í veggjum sé ekki að finna myglu í húsnæðinu. Svar Hafnarfjarðarbæjar var eftirfarandi:

„Takk kærlega fyrir að hafa samband og gefa okkur tækifæri til að lagfæra þennan misskilning sem virðist gæta hér. Sannarlega var farið í skoðun á húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar síðastliðið haust þegar upp kom grunur um myglu. Óháður aðili, Verkís, var fenginn til að taka sýni og leiddu niðurstöðu í ljós að engin mygla er í húsnæðinu en vísbendingar um raka í veggjum. Aðgerðaáætlun hefur verið í gangi frá því að mælingar áttu sér stað varðandi lagfæringar á húsnæði til að laga og koma í veg fyrir raka í veggjum. Þannig hafa iðnaðarmenn verið að störfum við viðgerðir og málun, á þetta jafnt við um allar deildir m.a. barnadeild.

Niðurstöður sýnatöku voru orðrétt eftirfarandi:
Loftsýni
Niðurstöður allra loftsýna eru í góðu lagi og ekki þarf að grípa til aðgerða vegna þeirra.
Snertisýni
Niðurstöður snertisýna eru í góðu lagi og ekki þarf að grípa til aðgerða vegna þeirra.“

Einkenni sem hafa verið tengd við myglusvepp eru til dæmis: 

  • Einkenni frá öndunarfærum svo sem hósti, astmi, nefrennsli, slímbólga, bólga í ennis- og kinnholum, lungnabólga, eyrnabólga  og fleira
  • Flensueinkenni
  • Liðverkir
  • Endurteknar sýkingar
  • Þreyta, orkuleysi og svefnvandamál
  • Höfuðverkur
  • Tannverkur
  • Eyrnaverkir, hella og suð
  • Einkenni frá meltingarvegi svo sem uppköst, niðurgangur, meltingartruflanir
  • Hárlos
  • Hjartsláttartruflanir
  • Minnisleysi
  • Doði
  • Sjóntruflanir
  • Bókasafn Hafnarfjarðar
    Mynd: skjáskot ja.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum