fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Óvissustigi lýst yfir vegna óveðursins á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 13:28

Mynd úr Keflavík frá síðasta óveðri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.

Frá þessu greinir á heimasíðu Almannavarna. Þar segir enn fremur:

„Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið.“

Reglulegar uppfærslur verða um veðrið á Facebook-síðu Almannavarna.

Vefur Veðurstofunnar liggur niðri þetta þetta er ritað, sem verður að teljast afar óheppilegt í undanfara óveðurs en slóðin er vedur.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Í gær

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“