fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Söngvakeppni RÚV: Hver lagahöfundur fær hálfa milljón

Auður Ösp
Föstudaginn 7. febrúar 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Lagahöfundar sem taka þátt í Söngvakeppninni á RÚV í ár fá greiddar 500 þúsund hver til að fullklára lagið. Söngvarar í lögunum fá greiddar rúmlega 100 þúsund krónur fyrir flutninginn, fyrst í hljóðveri og svo aftur fyrir framkomu á sviðinu.

10 lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni í ár en keppnin hefst á tveimur undanúrslitakvöldum sem fara fram 8. og 15. febrúar og lýkur svo á úrslitakvöldinu 29. febrúar þar sem fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni 2020 verður valinn.

Alls munu 19 manns flytja lögin í Söngvakeppninni í ár. Sjö lög hafa einn flytjanda, eitt lag hefur tvo flytjendur og þá eru tvö lög flutt af hljómsveit, annað af fjórum einstaklingum og hitt af fimm.  Þá eru 6 af flytjendum einnig titlaðir sem höfundar lags.

Í samtali við DV segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri Söngvakeppninnar að RÚV greiði fyrir keppnina með ýmsu móti, ýmist til höfunda og flytjenda beint, eða með öðrum hætti. Höfundar laganna fá greiddar 500 þúsund krónur samtals: 400.000 kr. þegar þeir hafa skilað inn laginu í nóvember og svo restina eftir að keppnin hefur farið fram. Um verktakagreiðslur er að ræða. „Þessar 500.000 kr. eru hugsaðir sem kostnaður fyrir stúdíóleigu og upptökustjóra, búninga og svo utanumhald, framkvæmdastjórn, atriðis.

„Að auki greiðum við svo öllum listamönnum sem koma fram í upptökunni á laginu, söngvurum og hljóðfæraleikurum, samkvæmt taxta sem unnin var í samráði við FÍH.  Þessar tölur eru allt frá rúmum 35.000 kr, fyrir leik á eitt hljóðfæri, og upp í rúmar 110.000 kr. fyrir sólósöng. Við greiðum svo öllum listamönnum sérstaklega fyrir að koma fram á keppnunum. Bakraddir, dansarar og söngvarar fá allir greitt fyrir framkomuna allt frá  55.000 til 112.000 kr.“

Rúnar Freyr tekur fram að RÚV greiði fyrir allan kostnað sem tengist atriðunum á sviðinu, svosem leikmuni, sviðsmynd, ljós og grafík. Þá greiðir RÚV fyrir leikstjóra og raddþjálfara sem aðstoða keppendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg