fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. janúar 2020 09:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður hæg breytileg átt víðast hvar á landinu í dag og úrkomulítið. Í kvöld er þó von á lægð sem færir okkur hvassa austanátt og snjókomu í kvöld, fyrst við suðurströndina en síðar í öllum landshlutum.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Austanáttin mun þó færa okkur mildara loft og verður hitastigið allt að sjö stigum hlémegin fjalla sunnantil á landinu.

„Á morgun verður síðan allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum norðan- og austantil. Síðdegis snýst síðan í sunnanátt með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands.
Á sunnudaginn lítur út fyrir hægviðri með stöku éljum í flestum landshlutum en björtu inná milli.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustan 5-10 m/s og snjó- eða slydduél, en úrkomulítið norðanlands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við suður- og austurströndina.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Dálítil él um landið austanvert, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan, en þurrt og bjart að mestu syðra. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæg átt með dálitlum éljum. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks