fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi rannsaka nú hvort Wuhan-veiran svokallaða sé komin til Skotlands. Fjórir kínverskir sjúklingar eru á spítala með flensulík einkenni en þeir höfðu allir dvalið í borginni Wuhan, sem veiran ber nafn sitt af, á dögunum.

Í frétt Mail Online kemur fram að tveir þeirra sem nú liggja á sjúkrahúsi í einangrun hafi komið til Bretlands í gegnum London í síðustu viku, áður en þeir héldu ferð sinni áfram til Skotlands.

Minnst sautján eru látnir af völdum veirunnar og þá er talið að allt að 10 þúsund manns hafi veikst. Staðfest tilvik eru þó um 600.

Þrjár kínverskar borgir hafa gripið til aðgerða með það fyrir augum að hefta útbreiðslu veirunnar. Allt flug til og frá Wuhan liggur niðri og þá hafa yfirvöld í Sjanghæ hætt við hátíðarhöld í tilefni af nýju ári sem senn gengur í garð í Kína. Veiran hefur dreift sér til fleiri Asíuríkja. Staðfest tilfelli hafa komið upp í Sádi-Arabíu, Víetnam og Singapúr.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa varað við því að veiran muni stökkbreytast og valda enn meiri skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“