fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Guðmundur er látinn – Íslendingasamfélagið á Tenerife harmi slegið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðbjartsson, veitingamaður á Tenerife, er látinn, langt fyrir aldur fram, en hann varð bráðkvaddur síðastliðinn þriðjudag, aðeins 53 ára gamall. Guðmundur þjáðist af sykursýki. Anna Kristjánsdóttir, sem er lesendum DV að góðu kunn, minnist Guðmundar með nokkrum orðum á Fésbókarsíðu sinni. Veitti hún DV góðfúslega leyfi til birtingar á meðfylgjandi mynd. Anna skrifar:

Guðmundur vinur minn Guðbjartsson og veitingamaður (Bar-Inn) í Los Cristianos varð bráðkvaddur síðastliðinn þriðjudag, 21. janúar aðeins 53 ára gamall.

Hann hafði kennt sér meins á mánudagskvöldið og um nóttina, en taldi sig eitthvað hressari á þriðjudagsmorguninn þó ekki nóg til að mæta á Bar-Inn til vinnu fyrir leik Íslands og Noregs. Inga konan hans stóð því ein vaktina meðan á leiknum stóð, en er hún hringdi heim að leik loknum og hann svaraði ekki lokaði hún Barnum og flýtti sér heim þar sem hún fann hann örendan.

Guðmundur hafði þjáðst af sykursýki 1 og var meðal annars á sjúkrahúsi í Santa Cruz síðastliðið haust vegna þessa sjúkdóms.

Íslendingasamfélagið hér á Tenerife er harmi slegið vegna andláts Gumma og vil ég votta Ingu konu hans og allri fjölskyldu þeirra og vinum á Íslandi samúð mína.

Myndina tók ég á miðnætti síðastliðið gamlárskvöld en það kvöld hafði ég notið gestrisni á heimili þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað