fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Stefán var ráðinn fram yfir Gunnhildi þrátt fyrir minni menntun og reynslu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn júní var Stefán Rafn Sigurbjörnsson ráðinn sem upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Nú hefur kærunefnd jafnrétttismála komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hafi brotið jafnréttislög við ráðninguna. RÚV greinir frá þessu.

Það var Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, sem kærði ráðninguna en hún sótti einnig um starfið. Í úrskurði kærunefndar segir að nægar líkur hafi verið leiddar að því að Gunnhildi hafi verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna. Auk þess segir nefndin að Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að Stefán Rafn hafi verið hæfari en Gunnhildur fyrir starfið.

Seðlabankinn sagði að ferlið á umsóknum hafi verið mjög vandað og því taldi bankinn kæruna verið tilefnislausa. Gunnhildur sagði að huglægt mat Seðlabankans hafi verið ósanngjarnt þar sem hann sé með minni menntun en hún auk þess sem hann er með mun minni reynslu. Úrskurðað var í málinu þann 19. desember en úrskurðurinn var ekki birtur fyrr en nú. Þar má sjá menntun þeirra og reynslu borna saman en kærunefnd segir að það liggi fyrir að Gunnhildur stendur framar Stefáni þegar kemur að menntun og reynslu af kynningarstarfi.

Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn brýtur jafnréttislög síðan 2012 en þá var bankinn talinn hafa brotið lög þegar ráðið var karl í stöðu sérfræðings í lánamálum ríkisins hjá bankanum. Árið 2015 braut bankinn lögin aftur þegar upp komst að kona hafi fengið lægri laun en karl sem hafi sömu menntun og svipaða reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“
Fréttir
Í gær

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Raðskemmdarverk í Reykjanesbæ – Lögreglan óskar eftir vitnum

Raðskemmdarverk í Reykjanesbæ – Lögreglan óskar eftir vitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“