fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Björgunarsveitir kallaðar út vegna konu í sjálfheldu á Vífilsfelli

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2020 19:12

Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir sex í kvöld vegna konu sem er í sjálfheldu ofarlega í Vífilsfelli, nálægt þjóðveginum við Sandskeið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Konan virðist vera ein á ferð og ekki slösuð, hún er ágætlega búin að eigin sögn. Í fjallinu er snjór og svellbunkar inn á milli og því þarf að fara öllu með gát.“

Óskað var eftir björgunarfólki með sérþjálfun í björgun í fjallendi. Samkvæmt tilkynningu er mikil áhersla lögð á að tryggja öryggi björgunarmanna sem halda og fjallið sem og konunnar.

Mynd frá Landsbjörg af vettvangi

Fyrstu hópar björgunarfólks voru komnir að rótum fjalsins 18:46 og eru lagðir af stað upp fjallið. Samkvæmt tilkynningu telja þeir sig sjá til konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði