fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Hrakfarir Mountaineers of Iceland vekja heimsathygli

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 10. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum eftir að greint var frá því að fyrirtækið hafi flutt 39 manns á Langjökul þrátt fyrir slæmar veðurviðvararnir. Björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga fólkinu en 300 manns frá sveitinni tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Nú hafa hrakfarirnar ratað í heimsfréttirnar en BBC fjallaði um málið í dag.

BBC fjallaði um málið með myndbandi sem útskýrir það í þaula. Í myndbandinu má sjá hvernig aðstæður voru á Langjökli á meðan á björgunaraðgerðunum stóð. Auk þess notar BBC efni úr kvöldfréttum RÚV þar sem rætt er við Kára Rafn Þorbjörnsson, björgunarsveitarmann sem lagði sitt af mörkum á jöklinum. Blaðamaður BBC lýsir því að björgunarsveitin hafi þurft að „koma sér í gegnum myrkur og ýlfrandi væl“ til að koma fólkinu til hjálpar. Einnig segir í fréttinni að einhverjir túristar hafi „óttast að þeir myndu deyja“. Þá hafa fleiri breskir fjölmiðlar fjallað um málið, Mail Online þar á meðal. Aftonbladet í Svíþjóð fjallaði einnig um málið.

„Við erum öll gjörsamlega miður okkar yfir þessu“

Í kjölfar slyssins ræddi RÚV við Hauk Herbertsson, rekstrarstjóra Mountaineers of Iceland, en þar hélt því fram að fyrirtækið hafi ekki stefnt fólkinu í hættu. Haukur viðurkenndi þó að mistök hafi átt sér stað. Hann segir að starfsmenn hafi gert sér grein fyrir aðstæðum, en haldið að ferðalagið yrði búið áður en vonda veðrið myndi skella á. Einnig hélt Haukur því fram að ástæðan fyrir því að ferðinni yrði ekki aflýst hefði ekkert með peninga að gera. „Við vorum meðvitaðir um það og okkar áætlanir voru að vera farnir af svæðinu áður en þetta veður kæmi,“

Haukur vill meina að allt hafi verið reynt til að tryggja öryggi fólksins í ferðinni og því hafi Mountaineers of Iceland ekki stefnt fólkinu í hættu. Hann segir þó að fyrirtækið og starfsmenn þess séu miður sín vegna málsins. „Við erum öll gjörsamlega miður okkar yfir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp