fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Nauðgaði eftir þorrablót og sendi svo sms – „Nenniru að segja mér að þetta hafi verið martröð?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði konu eru þau voru saman í húsi eftir þorrablót. Meðal sönnunargagna voru sms skilaboð sem maðurinn sendi konunni síðar um  nóttina, eftir verknaðinn, en þar segir:

„Nenniru að segja mér að þetta hafi verið martröð? Ef ég man þetta rétt þá tek ég því hvað sem þú vilt gera.
Disess kræst.. veit ekki hvar á að byrja.. veist að ég dýrka þig, trúi ekki að ég hafi gert þér þetta ojbarasta langar ekki að lifa!!“
Atvikið átti sér stað 21. janúar árið 2018. Konan sem varð fyrir nauðguninni var gestkomandi hjá vinkonu sinni og þar var einnig ákærði, fyrrverandi sambýlismaður vinkonunnar. Þau þrjú höfðu verið að skemmta sér saman á þorrablóti um kvöldið en fóru heim til vinkonunnar, drukku áfengi, hlustuðu á tónlist o.s.frv. Brotaþoli vaknaði um morguninn með líðan og minningar um að hinn ákærði hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærbuxum og haft við hana samfarir.
Brotaþoli fór úr íbúðinni grátandi og hringdi í vinkonu sína sem fór með hana á neyðarmóttöku slysadeildar Landspítalans í Fossvogi. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá nauðguninni og leitaði til sálfræðings.
Framburður konunnar fyrir dómi var metinn trúverðugur og í samræmi við gögn málsins. Ákærði neitaði sök en sagðist muna lítið um atburði næturinnar vegna áfengis- og amfetamíneyslu. Framburður hans þótti vera ruglingslegur. Maðurinn viðurkenndi að hafa gyrt niður um konuna og að hann hafi verið með vonda tilfinningu þegar hann vaknaði undir hádegi næsta dag. Þrátt fyrir þetta neitaði hann að hafa nauðgað konunni. Gögn um sms-sendingar hans eru einnig mikilvæg hvað varðar sakfellingu. Gögn sálfræðinga um ástand konunnar falla mjög vel að framburði hennar og styrkja hann.
Var maðurinn fundinn sekur um nauðgun og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann er dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir í miskabætur auk vaxta og að greiða allan sakarkostnað  málsins til ríkissjóðs, sem nemur rúmlega 2,5 milljónum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA