fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Ólína tók þátt í aðgerðunum í nótt: Sumir munu kannski aldrei jafna sig – „Börnin óttuðust um líf sitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. Sumir jafna sig kannski aldrei,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður og björgunarsveitarmaður, en hún tók þátt í aðgerðunum á Langjökli í gærkvöldi og í nótt.

Eins og greint hefur verið frá lentu 39 ferðamenn í miklum ógöngum í vélsleðaferð við Langjökul í gærkvöldi. Fólkið var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland, en varað hafði verið við miklu óveðri áður en haldið var í ferðina.

„Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 39 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekrraun,“ segir Ólína í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Ólína segir að þegar hún og félagar hennar úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni hafi komist í skálann í Geldingafelli hafi verið sett upp hjálparstöð í skálanum sem var fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni ferð til byggða. Hún segir að ferðin í Geldingafell hafi verið erfið og tekið nokkra klukkutíma. Bylur hafi verið á svæðinu og björgunarsveitarmenn skipst á að ganga á undan björgunarsveitarbílnum.

Ólína segir að fólkið sem bjargað var hafi verið skelkað, eðli málsins samkvæmt.

„Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.“

Eins og áður segir telur Ólína að það muni taka marga langan tíma að jafna sig eftir, sumir munu kannski aldrei jafna sig. „Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær. Guði sé lof fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geta á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín vildi frekar tala við blaðamann en rífast við Kára í símanum

Katrín vildi frekar tala við blaðamann en rífast við Kára í símanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“