fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Gekk í það heilaga á nýársdag

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 5. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, tónlistarmaður, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Sjöfn Matthíasdóttir gengu í það heilaga á nýársdag. Vígslan fór fram í Bústaðakirkju við dýrðlega athöfn að sögn tónlistarmannsins.

Í samtali við DV segir Ólafur að nýársdagur hafi verið sérstaklega valinn því að dagurinn sé honum ákaflega kær, ótengt því að um sé að ræða upphaf á nýju ári.

„Nýársdagur er 70 ára brúðkaupsafmælisdagur foreldra minna og ég finn alltaf fyrir því að foreldrar mínir séu hjá mér á þessum degi,“ segir Ólafur og bætir við að giftingin hafi átt sér frekar stuttan aðdraganda.

„Við vorum bæði búin að ákveða það að gifta okkur aldrei aftur en þessi dagur sótti á mig og þótti mér kært að virða minningu foreldra minna,“ segir Ólafur og bætir við á léttum nótum: „Við giftum okkur að sjálfsögðu í kirkju enda erum við hvorki nútímafólk né trúleysingjar.“

Föruneytið Hér má sjá hjónin ásamt prestinum, svaramönnum, tónlistarmanninum og myndasmiðnum. Mynd: Úr einkasafni

Fæddir í sama herbergi

Ólafur segir það skemmtilega staðreynd að Pálmi Matthíasson, frændi hans, hafi gefið þau Kolbrúnu saman.

„Það var vel viðeigandi, en ég og Pálmi erum fæddir í sama herberginu á Oddeyrargötu 24 á Akureyri. Hann er fæddur 21. ágúst 1951 og ég 3. ágúst 1952.“

Auk þeirra hjóna og séra Pálma voru þær Anna Sigga Ólafsdóttir og Louisa Einarsdóttir viðstaddar, en sú fyrri er dóttir brúðgumans og seinni eiginkona Vilhjálms Guðjónssonar. Þær voru svaramenn þeirra hjóna. Að lokinni athöfn fóru hin nývígðu hjón í hátíðarkvöldverð á Vox á Hilton hóteli í félagi við sína nánustu.

„Vilhjálmur Guðjónsson lék fallegt lag á saxófón í lok athafnar, sem hann samdi til eiginkonu sinnar. Og Friðrik Grétarsson kvikmyndaði athöfnina og tók að auki formlegar brúðkaupsmyndir, eins og honum er lagið,“ segir Ólafur, sem gengur bísperrtur og umlukinn hamingju inn í nýtt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“