Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Mótmælir lengra gæsluvarðhaldi og einangrun yfir kókaínsmyglara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla ætlar að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun yfir lettneskum manni sem tekinn var með 700 grömm af kókaíni innvortis. Maðurinn kom hingað til lands frá Madrid á Spáni þann 1. september en gæsluvarðhald hans rennur út í dag.

Í frétt mbl.is af málinu segir Jón Halldór Sigurðsosn, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, að rannsókn málsins sé í fullum gangi, ekki á byrjunarstigi og ekki lokastigi.

Guðmundur Ingi Þórodsson, formaður Afstöðu, félags fanga, setur sig upp á móti þessum áformum. Hann deilir frétt Morgunblaðsins á Facebook og segir beiðni um einangrun vera frekju og misnotkun á heimildum lögreglu. Þá segir hann að lögreglan á Suðurnesjum hafi lítið sem ekkert gert í málinu undanfarna viku:

„Ég gæti skilið lengra gæsluvarðhald fyrir lausagæslu en að biðja um áframhaldandi einangrun er algjört rugl og frekja og misnotkun á heimildum lögreglu. Lögreglan hefur nú þegar haft hann í eina viku í einangrun sem er nægur tími til rannsókna. Ef þeir eru að bíða eftir svörum frá Spáni hefðu þeir alveg eins getað farið fram á árs einangrun, Þetta er ekki forgangsmál á Spáni og sýnir að lögreglan á Reykjanesi hefur lítið sem ekkert gert á þessari viku. Lögreglan verður að hætta að misnota sínar heimildir og dómstólar að leggja blessun sína yfir þær. Áfram með smjörið!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna