fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Brynjar vill ekki verða ritari Sjálfstæðisflokksins: „Fyrr lægi ég dauður“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið af allan vafa um hvort hann taki við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, sem ritari Sjálfstæðisflokksins. Það mun hann ekki gera.  Þetta kemur fram á Facebook.

Tilefni skrifa Brynjars er frétt Hringbrautar frá því í gær þar sem það var talið fullvíst að Brynjar væri að sækjast eftir að taka við ritarastöðu Áslaugar Örnu hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þar segir að Sjálfstæðisfélagarnir Brynjar og Jón Gunnarsson ætluðu í mesta bróðerni að skipta með sér ábyrgðarstöðum Áslaugar, ritarastöðunni annars vegar og formannsstöðu utanríkismálanefndar hins vegar.

„Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf ritara og tæplega með meðvitund samþykkti ég að verða formaður utanríkismálanefndar,“ segir Brynjar og því ljóst að hann mun taka við hvorugri stöðunni.

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Hringbrautar, skrifaði athugasemd við færslu Brynjars þar sem hann benti á að ekki hafi verið um frétt Hringbrautar að ræða heldur Náttfara pistill

„Þetta er reyndar ekki frétt, heldur er Náttfari að spá í spilin, svipuð týpa og Svarthöfði. Aldrei að vita nema að þú missir meðvitund einn daginn og vaknar sem formaður þessarar nefndar! Annað eins hefur nú gerst!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“