fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Nýtt WOW air: Óvissa um starfsemina í Washington – „Ekkert er formlega frágengið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. september 2019 16:59

Michelle Roosevelt Edwards. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Washington er ekkert frágengið með flug til og frá Washington Dulles flugvelli og Keflavík hjá flugfélagi á vegum nýrra eigenda WOW air, en nýr stjórnarformaður endurreists flugfélags er Michele Ballarin. Á blaðamannfundi í dag var tilkynnt að félagið hefði áætlunarflug milli Washington og Keflavík í október og áfangastöðum verði síðan fjölgað í kjölfarið.

DV hafði samband við flugmálayfirvöld í Washington vegna málsins. Til greiðra svara var Christina Saull, samskiptastjóri hjá Metropolitan Washington Airports Authority. Fyrsta spurning DV var þess efnis  hvort USAerospace Associates LLC fyrir hönd WOW air væri komið með leyfi til að lenda á og fljúga frá Washington Dulles flugvelli. Svar frú Saull var eftirfarandi:

„Teymi hjá Washington Dulles alþjóðaflugvellinum hélt fund með frú Ballarin og samstarfsaðilum hennar í síðast mánuði varðandi flugvallarþjónustu á vellinum. En engin flug hafa verið fastsett með WOW air til og frá flugvellinum og ekki hefur verið samið um neina flugvallarþjónustu.“

DV spurði þá hvort gefið hefði verið út „slot“ (þ.e. brottfara- og komutímar) fyrir flugfélag í tengslum við USarospace fyrir farþegaflug eða vöruflutninga í flugi milli Dulles flugvallar og Keflavíkur. Einnig var spurt hvort rætt hefði verið um „slot“ fyrir nýtt íslenskt flugfélag í eigu USaerospace og markaðsþjónustu fyrir það flugfélag.

Svarið var eftirfarandi:

„Það hefur verið haldinn fundur en ekkert er formlega staðfest. Ég hef ekki fleiri upplýsingar um málið umfram það.“

Engar tilkynningar borist til Isavia

Nýja flugfélagið hefur ekki lagt fram neinar beiðnir um lendingar-  eða brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli til Isavia. DV hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia, sem sagði:

„Okkur hjá Isavia hafa ekki borist formlegar upplýsingar um áform félagsins. En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir öllum áformum aðila sem vilja fljúga til og frá Keflavík.“

Beiðnir um slot, þ.e. fasta flugtíma, á Keflavíkurflugvelli berast dönsku fyrirtæki sem annast slíka umsýslu fyrir hönd Isavia og segir Guðjón að vel geti verið að beiðnir þangað hafi borist frá nýja félaginu en hann hafi ekki fengið upplýsingar um það. Isavia kallar nú eftir þessum upplýsingum.

Nokkrir aðilar sem DV hefur verið í sambandi við og þekkja til í flugheiminum telja óvenjulegt að ekki sé búið að ganga frá þessum atriðum nú þegar í ljósi þess að áætlað er að hefja flug í október. Þó má hafa í huga að enn eru meira en sjö vikur þar til október er á enda.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv