fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Íslenskar konur áreittar af leðurmanninum á netinu: „Mega steikt og krípí“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 19. september 2019 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður sem kallar sig ýmsum nöfn á Tinder virðist hafa stundað það í nokkurn tíma að áreita konur. Maðurinn virðist haldinn blæti á háu stigi fyrir leðri, nánar tiltekið leðurhönskum. Það væri ef til vill ekki frásögu færandi ef það væri ekki fyrir að það maðurinn virðist ekki virða það þegar konur afþakka skilaboð hans, dæmi eru um að hann hafi farið að áreita konur utan Tinder, svo sem á Facebook.

Nokkrar færslur hafa verið birtar um manninn innan hópsins Stöndum Saman – Stefnumótaforrit á Facebook. Við lestur athugasemda við þær færslur verður ljóst að ótal konur hafi lenti þessum manni. Skjáskot sýna að hann villir ítrekað á sér heimildir. Dæmir eru um að hann hafi kallað sig Þórður, Bjarki, Þórólfur eða Þorsteinn, svo nokkur nöfn séu nefnd.

Sendi aftur og aftur

Í þriggja mánaða gömlum þræði innan fyrrnefnds hóps er greint frá því að maðurinn eigi konu og barn. DV hefur þó heimildir fyrir því að konan hafi farið frá honum síðan þá. Í þeim sama þræði lýsa konur upplifun sinni af leðurmanninum. „Þessi gaur spjallaði við mig og ef ég svaraði ekki þá sendi hann aftur og aftur og aftur… sem var einstaklega fráhrindandi og ég hætti að tala við hann (sem betur fer greinilega!),“ skrifar ein kona.

Kona nokkur skrifar: „Ég er einmitt að tala við einn Þorstein sem hefur líka svaka áhuga á leðurhönskum en er ekki með sömu mynd og þessi. Vitið þið um fleiri sem heita Þorsteinn og eru með fake aðgang?“. Sú þriðja skrifar: „Það var einu sinni einhver gaur obsessed með að tala við mig um leðurhanska, man ekki hvað hann hét en hljómar eins og þessar sögur að ofan, hér er eitthvað sem ég sendi vinkonum mínum um þetta, mega steikt og krípí.“

Áreitti 16 ára stúlku

Önnur kona birtir skjáskot af skilaboðum hans á Facebook og greinir frá því að hann áreitt sig í tæpt ár. „Eru þetta nægar sannanir? Hann áreitti mig ángríns í tæpt ár! Fyrstu skilaboðin í október 2011 og síðustu í ágúst 2012. Þarna er ég btw 16-17 ára.“

Þær eru fleiri sem segjast hafa ítrekað verið áreittar af manninum. „Var casually að scrolla her og byrjaði að lesa þetta… fatta svo að það er fake profile gaur, Þorsteinn einmitt sem lætur mig ekki i friði og einmitt elskar leður… Takk grouppa! Expose them idiots,“ skrifar önnur.

Ein kona bendir á blæti hans fyrir leðurhönskum sé ekki hið siðferðilega vafasama við hegðun hans, málið snúist um áreiti hans. „Bara svona for the record: það er nákvæmlega ekkert að því að gaurinn se með leðurhannska-fetish. Það er hins vegar allt að því að vera með ranga mynd og nafn og að vera að áreita stelpur á netinu, sérstaklega stelpur sem eru undir aldri.“

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent konum. Rétt er að taka fram að skjáskotin sýna skilaboð til nokkurra kvenna. Nafn hans hefur verið afmáð en í skilaboðunum hér fyrir neðan notast hann við fjölda mismunandi dulnefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“