fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fór maður inn í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíðinni og beraði sig við fólk ásamt því sem hann rúnkaði sér fyrir framan hóp af stelpum og káfaði á kennara.

Móðir eins nemanda sem var vitni að árásinni hafði samband við DV vegna málsins. Hún segir að maðurinn hafi verið ungur að aldri og íslenskur.

„Það voru margir sem urðu fyrir árás, hann fór út um allt. Meðal annars þá rúnkaði hann sér fyrir framan hóp af stelpum og hann réðst á kennara og káfaði á henni. Hann faldi sig þarna út um allt þannig hann greinilega þekkti húsnæðið út og inn en það kannaðist enginn við hann.“

Móðirin segir að dóttir sín hafi mætt um hádegið en þá var maðurinn þegar mættur. Hann gekk laus í rúmlega hálftíma eða jafnvel lengur samkvæmt nemandanum.

„Svo var einhver umræða um að það voru ekki allar öryggismyndavélarnar virkar. Það er eitthvað sem þarf að skoða í kjölfarið á svona máli. Hún vill að það verði eitthvað gert í kjölfarið á málinu og að það verði reynt að tryggja öryggi nemendanna eins og hægt er.“

Áhyggjur vöknuðu meðal nemenda vegna nærveru annarra menntastofnana þarna í kring en þar eru nemendurnir mun yngri.

„Þau höfðu líka áhyggjur af því að það er leikskóli og grunnskóli bara þarna rétt hjá. Þannig að nú hef ég áhyggjur af því hvort hann hafi farið þangað fyrst áður en hann fór til þeirra því þessi maður var greinilega gjörsamlega bilaður.“

Sjá meira: Karlmaður fróaði sér í Háskóla Íslands og káfaði á kennara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“