fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2019 08:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um tvo menn sem slógust utandyra í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær. Mennirnir voru sagðir hafa dregið upp hnífa.

Lögregla brást skjótt við og handtók báða mennina og við leit á þeim fundust hnífar sem lagt var hald á. Þeim var báðum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Lögregla stöðvaði svo för tveggja fimmtán ára pilta í Breiðholtsskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu höfðu piltarnir komist yfir lykil og endurtekið leikinn nokkrum sinnum yfir helgina þannig að innbrotskerfið fór í gang. Þeir eru einnig grunaðir um þjófnað og skemmdarverk. Foreldrar drengjanna voru kallaðir til og barnavernd gert viðvart um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA