fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fréttir

„Þau“ voru krakkarnir sem leiddust út í harðari neyslu, flosnuðu upp úr skóla og leituðu í slæman félagsskap

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 15. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp í Breiðholtinu þá var það kallað gettó. Þar voru villingarnir. Nú held ég reyndar að Breiðholtið hafi ekki verið verri staður en nokkur annar, en það var staðreynd í mínu uppeldi að þá skiptust krakkahópar í „við“ og „þau“. „Við“ stóðum okkur ágætlega í skóla, virtum útivistartímann (svona næstum því alltaf) og komum frá góðum heimilum. „Þau“ byrjuðu ung að drekka, jafnvel áður en aldurinn náði tveggja stafa tölu, reyktu í öllum frímínútum, mættu ekki í skóm í skólann og komu frá brotnum heimilum.

„Þau“ voru krakkarnir sem leiddust út í harðari neyslu, flosnuðu upp úr skóla og leituðu í slæman félagsskap. „Við“ fetuðum áfram skólabrautina, fengum okkur vinnu, djömmuðum bara um helgar og eyddum peningunum okkar í vitleysu sem hafði ekki lífshættuleg áhrif á heilsuna. „Við“ vildum ekki vera eins og „þau“.

Í dag eru hins vegar engin „við“ og „þau“. Í dag eru „næstum því allir“ og „nokkrir hinir“. Það er kjarninn í vandanum sem steðjar nú að ungmennum er varðar neyslu á vímuefnum. Það virðast nánast allir prófa, aðgengi að vímuefnum hefur aldrei verið betra og alltof mörg ungmenni hafa týnt lífinu í klær fíkniefnadjöfulsins. Sá djöfull spyr ekki um stöðu. „Næstum því allir“ koma frá alls konar heimilum, úr alls konar aðstæðum, eiga alls konar fjölskyldu, stunda íþróttir, eða ekki, eru í vinnu, eða ekki.

Eitthvað hafa verið skiptar skoðanir í vikunni um hvernig best sé að haga forvarnarstarfi. Hvernig sé best að tala við unglinga um þessi alvarlegu mál. Sumir segja að unglingar þurfi alls ekki að heyra reynslusögur fíkla. Aðrir segja að það megi alls ekki segja þeim hvernig skaðlegustu efnin líta út. Svo eru það þeir sem segja að forvarnir eigi að snúast um að láta börnum líða vel og styrkja þau. Ekki koma þeim úr jafnvægi. Ekki sjokkera.

Ég man þegar ég var að alast upp að þá var svaka spennandi að redda sér símanúmeri hjá landasala, smella einum glænýjum hálsbrjóstsykri í hann til að hressa drykkinn við og hanga úti í sjoppu á hálfgerðu ímyndunarfylleríi. Hins vegar hætti ég snarlega við að panta landann eftirsóknarverða þegar að ég heyrði flökkusögu af fólki í Vestmannaeyjum sem hafði drukkið tréspíra, sem það hélt að væri landi, og orðið blint. Mig langaði alls ekki að vera blind. Því sagði ég nei takk við landanum. Þessi saga hafði samt auðvitað ekki sömu áhrif á alla og það var alltaf brjálað að gera hjá Nonna landasala. Sagan virkaði á mig, en ekki aðra.

Það veldur mér áhyggjum að við séum ekki enn búin að læra það, sérstaklega þegar kemur að skólakerfinu, að það virkar ekki það sama fyrir alla. Má forvarnarstarf ekki bara vera fjölbreytt? Stendur eitthvað í vegi fyrir því að við prófum gjörsamlega allt áður en annað ungmenni týnir lífinu? Það er nokkuð ljóst að við erum að renna út á tíma. Ef við grípum ekki allhressilega í taumana, hvort sem það er sjokkerandi eða krúttlegt pepp, þá breytast þessir „næstum því allir“ einfaldlega í „allir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin útskriftarferð, engin endurgreiðsla

Engin útskriftarferð, engin endurgreiðsla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“