fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Gunnar Smári kallar Harald duglítinn embættismann: „Grenjar út í eitt og barmar sér“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. september 2019 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir gagn­rýn­ina sem embættið hefur fengið und­an­förnu vera hluta af mark­vissri rógs­her­ferð þar sem markmiðið sé að hrekja hann úr embætti. Hann segir að rang­færsl­um og rógburði sé vís­vit­andi dreift um hann í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

„Ég er bú­inn að vera í þessu embætti í 22 ár og hef verið emb­ætt­ismaður í erfiðum hlut­verk­um í hátt í 40 ár en hef ekki fyrr en á þessu ári þurft að ganga í gegn­um árás­ir af þeim toga sem við erum að horfa á inn­an kerf­is­ins,“

Har­ald­ur er þá að vís­a til þeirrar gagn­rýni sem hann hefur fengið frá lögreglumönnum úr sem telja sig eiga harma að hefna gegn hon­um.

„Í sum­um til­vik­um eiga í hlut starfs­menn þar sem stjórn­enda­vald rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur þurft að koma við sögu. Skilj­an­lega eru ekki all­ir starfs­menn sátt­ir við að for­stöðumaður­inn þarf stund­um að grípa inn í varðandi starfs­hætti og fram­komu starfs­manna og einnig hvað varðar til dæm­is stöðuveit­ing­ar. Það eru ekki all­ir sátt­ir við að fá ekki fram­gang og frama,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Efni í harmleik“

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Sósíalistaflokkur Íslands. Þar segir hann sögu Haralds vera efni í harmleik og lýsir því síðan hvernig harmleikurinn gæti farið fram.

„Efni í harmleik. Innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður upplifir að hann nýtur ekki lengur verndar flokksins eftir 40 ára feril sem duglítill embættismaður, finnur kuldann sem fólk utan verndar flokksins lifir við alla daga. Gæti verið stutt kynning á persónum, snögg uppleið söguhetjunnar og svo skyndilegt fall, allt fyrir hlé. Eftir hlé grenjar hann út í eitt og barmar sér, biður um náð, frið og að fá að komast aftur inn í hlýjuna, formælir þeim sem nota valdið til að kaupa sér stuðning og útdeila herfangi til hinna innvígðu.“

Í athugasemdum undir færslu Gunnars má sjá fólk keppast við að furða sig á Haraldi en svo virðist sem fólkinu finnist Haraldur hafa setið of lengi í embættinu.

„Það er kominn tími til að skipta um einstakling í þessum stól. Opinberir embættismenn eiga ekki að sitja útí eitt.“

Í annarri athugasemd tengir maður nokkur þessu við ástandið í Sikiley en þar hefur verið mikið talað um að mafían stjórni öllu á bakvið tjöldin.

„Merkilegt, í fréttinni beinlínis hótar Haraldur að segja frá ef hann verður rekinn. En ekki ef hann verður ekki rekinn. Halló, Sikiley …“

Gunnar svarar þeirri athugasemd og segir „þessa karla“ ekki ráða við það að tala af sér.

“Þessir karlar eru búnir að vera svo lengi í reykfyltum bakherbergjum að þeir eru farnir að trúa að talsmátinn og umræðuefnið þar sé normalt hérna meginn klíkurnar, ráða ekki við að tala af sér“

Kona nokkur kemur sér síðan bara beint að efninu og kallar Harald pabbadreng en Haraldur er sonur skáldsins og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen.

„Hann er aumkunarverður pabbadrengur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ
Fréttir
Í gær

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“