fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skelfing í Skeifunni – Ógnaði manni með hnífi og misþyrmdi – Reyndi að neyða hann til að taka fé úr hraðbanka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. september 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Eiríksson hefur verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af sex skilorðsbundna, fyrir margvísleg afbrot, þau alvarlegustu líkamsárás, ógnun með hnífi og tilraun til ráns fyrir utan ÁTVR í Skeifunni 15.

Daníel var gefið að sök að hafa ásamt öðrum manni framið líkamsárás og gert tilraun til árásar fyrir utan ÁTVR í Skeifunni þann 29. september árið 2017. Ógnuðu þeir manni með hnífi og fóru með hann að hraðbanka í Hagkaup þar sem honum var gert að taka út fé. Ekki var hins vegar innstæða á reikningi brotaþolans. Veittust þeir í framhaldinu að manninum á bílastæði fyrir utan Hagkaup, slógu hann í andlitið með krepptum hnefa og spörkuðu í líkama hans með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli.

Daníel var jafnframt ákærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot. Þá var hann ákærður fyrir vopnalagabrot  með því að hafa haft í fórum sínum hníf með 15 sm löngu blaði sem lögregla fann við öryggisleit á honum og lagði hald á. Gerðist þetta í október árið 2018.

Ennfremur er Daníel ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en hann reyndist hafa kókaín í fórum sínum við leit sumarið 2018. Var hann þá farþegi í bíl sem lögregla gerði leit í.

Daníel játaði brot sín fyrir dómi. Hann hefur þrisvar áður verið dæmdur til refsingar fyrir líkamsárásir, fyrst árið 2010.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum