fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Ömurleg sjón mætti Illuga í kvöld: Konan sat grátandi á gangstéttinni með köttinn í fanginu – Biðlar til borgarstjóra sem svarar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér við Amtmannsstíginn var verið að drepa kött. Bíll spændi á fullri ferð niður götuna og stoppaði ekki einu sinni þegar hann keyrði á fallegan mislitan kött sem býr hér skammt frá. Þannig keyra sumir ökumenn niður götuna.“

Svona hefst færsla sem fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Óhætt er að segja að færslan hafi vakið athygli enda lýsir Illugi þarna býsna óhugnanlegu atviki.

Illugi segir í færslunni að hjartalag ungs manns sem stoppaði stuttu síðar hafi verið öllu betra en ökumannsins sem ók á köttinn. Segir Illugi að ungi maðurinn hafi stoppað og klappað kettinum meðan hann dó. Hann hringdi svo á lögregluna og í eigandann.

„Nokkru seinna var konan sem á köttinn að bera hann dáinn af götunni og þá kom annar bíll sem urraði frekjulega af því fólk var að þvælast fyrir honum, og svo gaf bílstjórinn rösklega í með háum vélarhljóðum og handapati þegar konan var sest grátandi á gangstéttina með köttinn sinn í fanginu.“

Illugi endar færslu sína á að merkja Dag B. Eggertsson borgarstjóra og biðlar hann til hans að íbúar við Amtmannsstíginn fái aftur hraðahindranir sem voru á götunni til skamms tíma. Fyrir 10 til 15 árum hafi verið tvær hraðahindranir, járnbútar sem smátt og smátt losnuðu og voru ekki endurnýjaðir. „Nú bruna fíflin niður Amtmannsstíginn á fullri ferð,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson svarar færslu Illuga og segir: „Leiðinlegt og sorglegt að heyra Illugi – erum að skoða þessi hraðamál í íbúðahverfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill