fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag – „Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:15

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitinni Hatara hefur verið stefnt fyrir samningsbrot og að sögn Wiktoriu Joanna Ginter verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Reyndar finnst málið ekki á máladagskrá Héraðsdóms fyrir fimmtudaginn í augnablikinu en hún verður væntanlega uppfærð.

Wiktoria er skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland. Wiktoria, sem hafði samband við DV vegna málsins, segir að samið hafi verið við Hatara í desember um að koma fram á hátíðinni. Nokkrum mánuðum seinna höfðu þeir öðlast heimsfrægð vegna þátttöku sinnar í Eurovision og þá segir hún að þeir hafi viljað fá meiri peninga fyrir að koma fram.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni. Ég er með öll gögn hjá mér, samninginn og tölvupóstsamskipti,“ segir Wiktoria. Hún sagðist hins vegar ekki vilja senda DV þessi gögn, hún vildi frekar leggja þau fram í réttinum og blaðamenn gætu lagt mat á þau þar.

„Þegar ég sagði þeim að ég gæti ekki greitt þeim meiri peninga hættu þeir við og sökuðu mig um samningsbrot,“ segir Wiktoria.

Hátíðin fór fram dagana 20. – 24. ágúst og heppnaðist vel þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“