fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag – „Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:15

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitinni Hatara hefur verið stefnt fyrir samningsbrot og að sögn Wiktoriu Joanna Ginter verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Reyndar finnst málið ekki á máladagskrá Héraðsdóms fyrir fimmtudaginn í augnablikinu en hún verður væntanlega uppfærð.

Wiktoria er skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland. Wiktoria, sem hafði samband við DV vegna málsins, segir að samið hafi verið við Hatara í desember um að koma fram á hátíðinni. Nokkrum mánuðum seinna höfðu þeir öðlast heimsfrægð vegna þátttöku sinnar í Eurovision og þá segir hún að þeir hafi viljað fá meiri peninga fyrir að koma fram.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni. Ég er með öll gögn hjá mér, samninginn og tölvupóstsamskipti,“ segir Wiktoria. Hún sagðist hins vegar ekki vilja senda DV þessi gögn, hún vildi frekar leggja þau fram í réttinum og blaðamenn gætu lagt mat á þau þar.

„Þegar ég sagði þeim að ég gæti ekki greitt þeim meiri peninga hættu þeir við og sökuðu mig um samningsbrot,“ segir Wiktoria.

Hátíðin fór fram dagana 20. – 24. ágúst og heppnaðist vel þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill