fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stríðsminjar skemmdar í Öskjuhlíð – Steyptu hjólabrettabraut yfir neðanjarðarbyrgi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndari DV tók meðfylgjandi myndir úr Öskjuhlíð í vikunni en þar hafa ónefndir aðilar tekið sig til og steypt hjólabrettabraut yfir neðanjarðarbyrgi úr síðari heimstyrjöldinni. Svo virðist sem þeir hafi sótt sér steypu á nærliggjandi byggingarsvæði en handbragðið er þesslegt að ólíklegt er að fagmenn eða opinberir aðilar hafi verið að verki.

DV hafði samband við Minjastofnun vegna málsins en þar eru fornminjar skilgreindar sem hlutir eða byggingar sem eru eldri en 100 ára og því heyrir málið ekki undir stofnunina sem vísaði á Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Þar varð fyrir svörum Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi. Segir hann að athæfið sé í öllu falli óleyfilegt:

„Það getur ekki hver sem er tekið sig til og steypt braut í óleyfi á útivistarsvæði í Reykjavík. Þetta verður fjarlægt eins og kostur er. Ekki var sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og líklega hefði slík umsókn ekki verið samþykkt með vísan til gildi minjanna,“ segir hann.

Eitt mesta samansafn stríðsminja í borginni

Borgarsögusafn Reykjavíkur heldur  skrá yfir fornleifar og minjar í borgarlandinu og þessar stríðsminjar eru skráðar í Fornleifaskrá Reykjavíkur. Í byggðakönnun – fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Vatnsmýri, Seljamýri og Öskuhlíð (Minjasafn Reykjavíkur, 2013 – skýrsla nr. 161) –  sem finna má hér:

http://www.borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/skyrsla_161.pdf  –

er bent á að minjagildið sé mikið. Um er að ræða  eitt mesta samansafn stríðsminja í borgarlandinu og stóran þátt í sögu og þróun borgarinnar sem mikilvægt er að varðveita. Þetta eru merkar minjar um stríðsárin á Íslandi. Til skoðunar er að þessar tilteknu minjar fái lögformlegan sess, þ.e. verði friðlýstar.

Í skránni segir enn fremur um  minjar í Öskjuhlíð:

Öskjuhlíð.

Þar er að finna minjar, sem gefa mynd af uppbyggingu flugvallarins, aðstöðu og starfsemi hernámsliðsins. Dæmi um slíkar minjar eru, skotbyrgi, stjórnbyrgi, skotgrafir, skotæfingarsvæði, gryfjur fyrir eldsneytistanka og ýmsa hleðsluveggi úr grágrýti svo sem varnarveggi fyrir eldsneytistanka, vatnsgeymar og nokkur gólf og grunnar bygginga. Auk þess er að finna þar mjög merkilegt sel og stekki sem eru fulltrúar bændasamfélagsins. Braggar við Flugvallarveg. Þyrping bragga undir norðurrótum Öskjuhlíðar. Austast er samstæða fjögurra bragga og vestar standa tveir stakir braggar frá upphafsárum hernáms Reykjavíkur. Æskilegt er að þeir standi áfram á sínum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum