fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Ekkert heyrt frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla – Ráku fatlaðan son hans úr skólanum: „Af hverju fær hann ekki að mæta í skólann eins og hann á rétt á samkvæmt lögum?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérdeildin í Fjölbrautaskólanum við Ármúla rak um daginn fatlaðan dreng sem hafði verið einungis tvo daga á deildinni. Fyrri daginn var drengurinn með fylgdarmann með sér en síðan var sagt að hann þyrfti ekki fylgdarmanninn seinni daginn. Drengurinn missti sig seinni daginn, líklega vegna öryggisleysis, og fór að henda hlutum og láta ófriðlega.

Vilmundur Hansen, faðir drengsins tjáði sig um málið á Facebook síðu sinni í kjölfar málsins.

„Fyrstu viðbrögð skólans (og við eru að tala um sérdeild fyrir fötluð börn) eru að reka hann úr skólanum.“

Ástæðan fyrir brottrekstrinum var sú að deildin henti honum ekki og að börnin þar væru viðkvæm. Þessi börn sem sögð voru vera viðkvæm eru í mörgum tilfellum sömu börn og drengurinn hafði verið með í Klettaskóla í tíu ár.

„Ég verð að segja að sérdeildin í Ármúla fellur gríðarlega í áliti hjá mér við svona framkomu. Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?“

Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, sagði í samtali við DV að ekki hafi verið um brottrekstur að ræða. 

„Það er verið að leita að úrræðum fyrir hann en ég má náttúrulega ekki vera að ræða neitt um einstaka nemendur. Þetta er bara allt í skoðun.“

Magnús þvertók fyrir að drengnum hafi verið vísað úr skólanum.

„Það er ekki búið að reka neinn úr skólanum“

Vilmundur birti nýja færslu í dag þar sem hann segir ekkert hafa breyst varðandi mál sonar sína. Í dag eru liðnir fimm skóladagar og drengurinn hefur ekki fengið að vera í skólanum í þrjá daga af þessum fimm.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til að hann megi mæta á mánudaginn.“

Hann segir skólastjórann klifa á því að drengnum hafi ekki verið vikið úr skólanum til að rættlæta gjörðir skólans.

„Ég spyr þá af hverju fær hann ekki að mæta í skólann eins og hann á rétt á samkvæmt lögum?“

Vilmundur segist ekki hafa heyrt um aðra eins framkomu við nokkurn ungling.

„Það hlýtur að vera Íslandsmet að vera vísað úr sérdeild skóla á öðrum degi án þess að gerðar hafi verið nokkrar tilraunir til aðlögunar eða að þiggja liðveisluna sem er í boði.“

Hann segir uppgjöf skólans vera algert og til minnkunar á allan hátt, málið sé komið í ferli hjá Réttargæslumanni fatlaðra.

„Vonandi mun það hafa jákvæð áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“