fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Hjólaði á ljósastaur í Breiðholti – Klukkutíma síðar handtók lögregla mann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 08:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um slys í Breiðholti rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði maður hjólað á ljósastaur og var maðurinn með áverka á andliti eftir slysið. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi enga aðstoð viljað frá sjúkrabifreið sem kom á vettvang. Var maðurinn beðinn um að leiða hjól sitt eða skilja það eftir vegna ástands hans.

Rétt tæpum klukkutíma síðar fékk lögregla tilkynningu um ölvaðan mann í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ. Maðurinn er grunaður um húsbrot, fara ekki að fyrirmælum lögreglu, segja ekki til nafns, hótanir og fleira. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu. Að sögn lögreglu var maðurinn blóðugur í andliti þar sem hann hafði, jú, hjólað á ljósastaur um klukkutíma áður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“