fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi, hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í miðborginni vegna fregna af tíðum lokunum veitingahúsa. Þetta segir Skúli í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Meðal þeirra staða sem lokað hafa að undanförnu má nefna Ostabúðina og Dill Restaurant.

„Maður er virkilega uggandi af því að þetta eru mjög góðir staðir sem farið hafa á hausinn. Þess utan sjáum við fína rekstraraðila gefast upp og það er mikið áhyggjuefni. Ef við einblínum á Reykjavík má fljótt sjá að álögur hafa snarhækkað, sem allt auðvitað endar á viðskiptavininum. Hann fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra, enda neitar hann að greiða fyrir hækkandi launatengd gjöld, fasteignagjöld og aðrar álögur,“ segir Skúli í viðtalinu.

Skúli telur að þróunin verði sú að veitingastöðum fjölgi í úthverfum höfuðborgarsvæðisins. Því fagnar Skúli.

„Ef við tökum Garðabæ sem dæmi er núna hægt að velja milli fínna veitingastaða þar sem áður var engan stað að finna. Staðan í miðborginni er hins vegar mjög alvarleg og ég hef áhyggjur af því þegar verið er að loka gæðastöðum á borð við Dill og Ostabúðina. Það er ekki góð þróun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Í gær

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“