fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Friðriksdóttir og Þura Snorradóttir, dóttir hennar, ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð til að Þura gæti farið í menntaskóla þar og æft sund í innilaug. Mæðgurnar búa á Akureyri en þar er aðeins útisundlaug og erfiðara fyrir Þuru að æfa ýmsar tækniæfingar í útilaug. Hún gat ekki farið í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu því þar eru engir menntaskólar með heimavist og leigumarkaðurinn þannig að fjölskyldan hafði ekki tök á að senda hana þangað. Það var því ódýrari kostur að flytja til Svíþjóðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar séu nærri höfuðborgarsvæðinu en það hafi Þura ekki getað nýtt sér vegna skorts á heimavist. Hildur og Þuru flytja því til Svíþjóðar en eiginmaður Hildar og yngri dóttir þeirra verða eftir á Akureyri.

„Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur. Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“

Sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið.

Þura muna stunda nám á sérstakri sundíþróttalínu þar sem æfingarnar falla inn í námið. Hildur hefur fengið vinnu í Svíþjóð þar sem hún mun annast móðurmálskennslu og vinna á sambýli fyrir fatlað fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“