fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á bakvið morð Geirfinns Einarssonar er kolsvart myrkur og taumlaus illska,“ segir Hallur Hallsson, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður og núverandi dagskrárgerðarmaður í þættinum Hrafnaþing. Í nýjum pistli á Facebook fer Hallur stuttlega yfir Geirfinnsmálið og ræðir um heimildarmyndina Skandall sem Sjónvarp Símans sýndi í vor. Hallur telur myndina komast nær sannleikanum í málinu en aðrar heimildir:

„SKANDALL um Geirfinnsmálið eftir þýska blaðamanninn Boris Quatram er magnaðasta heimildasería sem ég hef séð um íslenskt málefni. Ég hygg að enginn hafi komist nær kjarna þessa skelfilega máls en þessi hugrakki Þjóðverji. Illskan skríkir og skýtur gneistum þegar Boris veifar sverði sannleika og beinir ljósinu inn í myrkrið. Quatram horfist í augu við sótsvarta illsku og lýsir upp auga stormsins.“

Hallur segir að sök hafi verið viljandi komið á fyrrverandi sakborninga í málinu og rannsaka verði rannsakendurna:

„Á bak við morð Geirfinns Einarssonar er kolsvart myrkur og taumlaus illska. Sexmenningarnir voru freimaðir, um það er engum blöðum að fletta. Af hverju og af hverjum?Fjórmenningarnir voru freimaðir. Af hverju og af hverjum? Af hverju leirstyttan? Hvað gerðist eftir að málið fór til Reykjavíkur? Hver var pólitíkin á bak tjöldin? Af hverju Schultz til landsins með tilskipun um að fá sexmenningana sakfellda?

Það verður að fara fram rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins.“

Hallur er ekki hrifinn af framgöngu þeirra Hauks Guðmundssonar og Valtýr Stefánssonar í myndinni en þeir rannsökuðu hvarf Geirfinns í fyrstu:

„Af hverju koma Haukur Guðmundsson og Valtýr Stefánsson svona illa frá viðtölum við Quatram? Af hverju beindu Valtýr, Haukur og Kristján rannsókn frá eiginkonunni, fjöllyndi hennar og umhverfi? Hver er þáttur viðhaldsins sem hvarf? Af hverju fékk hann að fara úr landi? Voru fleiri? Af hverju leyndi Haukur sambandi sínu við eiginkonu Geirfinns? Af hverju neita eiginkonan og vinkonan að tjá sig?“

Guðjón brotinn maður

Hallur skrifar enn fremur:

„Framganga vinar míns Jóns Kristins Snæhólms er stórbrotin og vinkonu minnar Arnþrúðar Karlsdóttur flott. Gísli Guðmundsson ærlegur leitandi sannleika ásamt enskum kollega. Erla Bolladóttir glæsileg kona sem fundið hefur frið en að sama skapi var sorglegt að sjá Guðjón Skarphéðinsson brotinn mann. Sonarsonur Sævar glæsilegur ungur maður sem ásamt móður sinni leitar svara. Vinur minn Sigursteinn Másson tókst á við þetta skelfilega mál og sú glíma var rosaleg.

Ingvar Þórðarson hjá Neutrinos og Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélaginu eiga heiður skilinn.“

DV skrifaði röð frétt um Geirfinnsmálið í vor sem lesa smella má á hér að neðan og lesa: 

Elskhugi konu  Geirfinns kemur fram

Elskhugi eiginkonu Geirfinns heitir Vilhjálmur

Dularfulli rauði bíllinni í Geirfinnsmálinu

Varpa sterkum grun á elskhuga eiginkonu Geirfinns

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp