fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Seðlabankinn neitar að greiða Þorsteini fimm milljónir króna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 08:55

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hefur hafnað því að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, fimm milljónir króna vegna kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hafði vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál. Fjallað er um málið í Markaðnum í dag.

Þar kemur fram að Þorsteinn hafi boðist til að samþykkja fimm milljóna króna greiðslu vegna málsins en því hafi verið hafnað sem áður segir.

Í bréfi sem Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Seðlabankans, undirritaði í lok júlímánaðar – og Markaðurinn hefur undir höndum – kemur fram að ekki verði séð að bankinn hafi með „saknæmum eða ólögmætum hætti“ haft afskipti af Þorsteini vegna meintra brota á ákvæðum gjaldeyrislaga og reglna settra á grundvelli þeirra.

Þorsteinn sendi erindi til Seðlabankans þann 23. maí síðastliðinn þar sem meðal annars kom fram að bankinn ætti að eiga frumkvæði að því að bjóða honum til viðræðna um bætur. Sagðist Þorsteinn una við fimm milljóna króna greiðslu, meðal annars vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu til að halda uppi vörnum í málinu.

Eins og kunnugt er snýr málið að fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Héraðsdómur og síðar Hæstiréttur felldu sektina úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“