fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Ballarin stödd á Íslandi: Fundar um endurreisn WOW air

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Michele Ballarin er stödd hér á landi og fundar um mögulega endurreisn WOW air.

Þetta herma heimildir Túrista. Skiptastjórar WOW air riftu kaupum Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW í lok júlímánaðar.

Þrátt fyrir það er Ballarin enn sögð vinna að stofnun nýs flugfélags á grunni WOW air, en samkvæmt heimildum Túrista fundar hún með einstaklingum úr íslenskri ferðaþjónustu og viðskiptalífi hér á landi. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem unnið hefur með Ballarin, vildi ekki tjá sig um málið þegar Túristi leitaði eftir því en auk hans hefur lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson lagt henni lið.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í júlímánuði kom fram að stefnt væri að því að WOW hefði tíu til tólf vélar í sinni þjónustu innan tveggja ára. Ballarin sagði í samtali við blaðið að nýtt félag hygðist nota vélar frá Airbus og einblína á áfangastaði sem voru í leiðakerfi WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“