fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan varar við fjárfestingasvindli – Nafnkunnir einstaklingar og þekktar vefsíður notaðar til að blekkja fólk

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fjárfestingasvindli á netinu, en tilkynningar um einstaklinga sem hafa verið blekktir til að gefa peninga til svokallaðra „fjárfestingarfyrirtækja“ fer vaxandi. Lögreglan greinir frá þessu á Facbook-síðu sinni.

„Ef það er of gott til að vera satt. Þá er eitthvað skrítið í gangi.“ segir í færslu lögreglunnar.

„Þetta eru svikamyllur sem auglýsa mikið á samfélagsmiðlum eins og á Facebook. Svindlararnir veigra sér ekki við að bendla nafnkunna einstaklinga við þessar auglýsingar og misnota myndir þeim tengdar til að ljá lygi sinni trúverðugleika.“

Fyrsta upphæðin ekki stór

Lögreglan segir að síðurnar þar sem svindlið fari fram séu trúverðugar. Á þeim sé fólk hvatt til þess að skrá sig inn og um leið og það gerir það hringi sölumenn sem sannfæri það um að gefa peninginn sinn.

„Fólk sér þessar auglýsingar og ef það smellir á þær þá fer það á síður sem í fljótu bragði virðast vera fjárfestingarfyrirtæki. Þar er fólk hvatt til að skrá sig og í framhaldi fær það símtal frá tunguliprum en ágengum sölumönnum sem vilja endilega bjóða þeim pakka.“

„Oft er fyrsta upphæðin ekki stór, um kannski 250 til 300 Evrur eða dollarar, en það er bara byrjunin. Í framhaldi berast önnur símtöl og flækjustig. Fólk er beðið að skanna inn og senda myndir af persónuskilríkjum og greiðslukortum. Sumir hafa lent í því að óheimilar úttektir eru gerðar á kortin þeirra enda eru svindlararnir komnir með allar upplýsingar sem að þeir þurfa. Í öðrum tilvikum halda símasölumennirnir áfram að hringja og vilja að viðkomandi fjárfesti meira og meira enda sé væntanlegur ávinningur mikill.“

Í raun eiga þó engar fjárfestingar sér stað heldur græða svindlararnir bara og virðist þeim vera alveg sama um fórnarlömb sín.

„Þegar þessi „fyrirtæki“ eru skoðuð nánar þá fer ýmislegt grunsamlegt að koma í ljós. Oft er erfitt að finna hvar þau eru skráð, heimasíðan er ný og ýmislegt vantar sem ætti að vera þarna. Þær eru nægilega góðar til að vera fagmannlegar við fyrstu sýn. Ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir þá kemur í ljós að fyrirtækið er skráð á eyjum í Karabíahafi, Indlandshafi eða í Eyjaálfu.“

Sjá til þess að þetta sé órekjanlegt

Erfitt er fyrir yfirvöld að taka á þessum málum þar sem skipuleggjendurnir haf búið til algjörra flækju sem ómögulegt er að rekja.

„Þegar greiðslurnar eru eltar þá fara þau oft á reikninga í ótengdum löndum sem stofnað var til á svipaðan hátt. Peningarnir staldra stutt við á þessum reikningum og fara á aðra sem eru líka jafnóðum tæmdir.“

Lögreglan segir að nokkrir einstaklingar hafi lent illa í svona svindli. Oft eru einstaklingarnir hættir að senda peninga en fá þrátt endalaus símtöl sem hvetja til þess að sendi meiri peninga og fari stundum í hótanir.

„Svindlararnir nota oft kunnugleg nöfn annara fyrirtækja og hafa jafnvel fyrir því að skrifa jákvæðar umsagnir um fyrirtækin til að gabba þá sem skoða þetta á netinu.“

Lögreglan bendir fólki á að senda ábendingar um svindl af þessu tagi á netföngin abendingar@lrh.is eða cybercrime@lrh.is

Hér að neðan má sjá mynd þar sem sjá má þegar vefsíða Vísis virðist birtast og nafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar er notað til að svindla á fólki.

Mynd úr færslu lögreglunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum