fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Elis er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elis Poulsen, frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV í Færeyjum, er látinn. Elis Poulsen var landsmönnum að góðu kunnur fyrir fréttapistla sína frá Færeyjum en hann talaði góða íslensku. Elis lést fyrir aldur fram en hann var 67 ára. Elis var afar vinsæll í fjölmiðlastétt fyrir vönduð vinnubrögð sín, sem og hjálpsemi og gott viðmót.

Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV og núverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni, minnist Elisar í stuttri færslu í dag. Hann ritar:

„Bárust í morgun þær sorgarfréttir að Elis Poulsen, frétta-og dagskrárgerðarmaður ríkisútvarpsins í Færeyjum, er látinn eftir erfið veikindi. Upp á Tá, föstudagsþættir hans í færeyska útvarpinu nutu fádæma vinsælda. Elís var einstaklega ljúfur og yndislegur maður og var sérlega greiðvikinn maður, Elis átti marga vini og kunningja á Íslandi, enda gekk hann í skóla hér og systir hans, Marentza, býr hér. Ég er stoltur af því að hafa verið í hópi vina hans á Íslandi. Myndin er frá einni af mörgum heimsóknum í RÚV. Elis hjálpaði mér ótal sinnum við fréttaöflun í Færeyjum, lóðsaði okkur Karl Sigtryggsson í heimsóknum okkar. Elis verður sárt saknað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“