Sunnudagur 19.janúar 2020
Fréttir

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem notast þarf við hjólastól, Magnús Jóel Jónsson, varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að vagnstjóri neitaði honum um aðgang að vagninum. Magnús skrifaði eftirfarandi opna færslu um málið á Facebook:

„Í dag ætlaði ég einn útí bakarí hér á Völlunum með strætó bs sem stælir sig með mottóum eins og “Strætó fyrir alla“ og fleirri slíkum frösum en þegar strætóinn kom sem var n.b. aðgengilegur opnaði vagnstjórinn hurðina og kallar út á mig “þú verður að vera með aðstoðarmann til að taka út rampinn, það er ekki mitt hlutverk! Og lokaði svo hurðini og keyrði í burtu ég spyr bara hvað varð um almenna hjálpsemi, 65. Grein Stjórnarskrárinnar og öll fögur orð Strætós. Auk þess að reyna að efla fatlaða til taka þátt í samfélaginu í stað þess að brjóta þá niður. Ég hef ferðast töluvert erlendis og hvergi hefur viðlíka viðhorf tekið á móti mér. Ég hringdi í Strætó þegar ég var kominn út í bakarí til að fá málið á hreint og fékk ég þau svör að Ferðaþjónusta fatlaðra(FF) ætti að sjá um þessa þjónustu! Ég ásamt mjög mörgum fötluðum hef verið ósáttur með þjónustu(FF), sem ávallt þarf að pannta með tveggja klukkustunda fyrirvara! . Ég vil taka það fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tek strætó einn og ekki í fyrsta skipti sem þessi sami bílstjóri hreitir einhverju slíku í mig. Ég hef mætt allt öðru viðhorfi frá öllum öðrum bílstjórum.“

Guðmundur Heiðar Helgason

Viðbrögð vagnstjórans og þau svör sem Magnús fékk hjá Strætó eru þó ekki í samræmi við vinnureglur Strætó, að því er upplýsingafulltrúi Strætó, Guðmundur Heiðar Helgason, tjáði DV. Var hann miður sín yfir atvikinu og hefur beðið Magnús afsökunar. Guðmundur segir:

„Ótrúlega sárt að lesa þessa færslu. Það eru skýrar vinnureglur um að vagnstjórar skuli hjálpa farþegum í hjólastól með rampinn. Langflestir vagnstjórar hoppa út og aðstoða án þess að hika. Við erum einnig með ákveðin gildi þegar að kemur að þjónustu. Starfsmenn eiga að vera kurteisir og þjónustu samkvæmt reglunum.

Guðmundur segir að vissulega þurfi þeir sem eru í hjólastól að vera vel sjálfbjarga, þeir þurfa að geta komið sér fyrir í vagninum sjálfir og fest sig í belti. „En það er skýrt að vagnstjórar eiga að hjálpa með rampinn,“ segir hann og því ljóst að umræddur vagnstjóri var ekki að fara að reglum.

Guðmundur segir enn fremur:

„Ég bið hann Magnús innilega afsökunar á þessu leiðilega atviki. Málið er komið í ferli innanhúss. Við munum ræða við vagnstjórann og reyna að skerpa á vinnulaginu þegar kemur að farþegum í hjólastól.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Íslenski kötturinn Millý týndist fyrir 10 árum síðan – Þegar símtalið kom var eigandinn bæði undrandi og glaður

Íslenski kötturinn Millý týndist fyrir 10 árum síðan – Þegar símtalið kom var eigandinn bæði undrandi og glaður
Fréttir
Í gær

Björgólfur syrgir Össa – „Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði“ – „Hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt“

Björgólfur syrgir Össa – „Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði“ – „Hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt“
Fréttir
Í gær

Hin látnu á Sólheimasandi voru kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi

Hin látnu á Sólheimasandi voru kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“