fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skúli opnar sig um WOW-ævintýrið – Þetta varð þeim að falli

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. júní 2019 11:01

Skjáskot frá erindi Skúla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOWair sem fór eftirminnilega í gjaldþrot fyrir  skömmu, hélt í dag erindi á Startup Iceland í dag þar sem fjallaði um WOW-ævintýrið,  hvað hafi skapað fyrirtækinu velgengni og hvað hafi orðið þeim að falli. Skúli segir að WOW hafi hreinlega ofmetnast, misst sjónar af  upphaflegum markmiðum og gert stór mistök þegar keyptar voru Airbus-breiðþotur.

Erindi Skúla hófst á orðum rithöfundarins Paulo Coelho – Ómöguleiki er bara skoðun – en Skúli virðist lifa mikið eftir þeim orðum.  Í erindi sínu lýsti Skúli ótrúlegum vexti WOW á fyrstu árum rekstrarins.

Þetta var hraðasti vöxtur fyrirtækis í Íslandssögunni. Við flugum jómfrúarflugið okkar, nánast upp á dag, fyrir sjö árum

Markmið Skúla var að bjóða upp á lággjaldaflugför, hafa flugvélaflotann ungan og fyrst og fremst hafa vingjarnlegt starfsfólk. Þetta virtist neytendum líka því vöxtur WOW varð mikill og hraður. En hvað fór þá úrskeiðis ?

Hvernig kemstu frá frekar stöðugu vaxandi fyrirtæki yfir í svona mikið tap? Það eru nokkrar ástæður og nokkur aðdragandi.

Við misstu sjón á upphaflegu markmiði okkar. Við ofmetnuðumst.

Skúli hafði hugsað með sér að staðan væri góð og pantaði inn mikið af stærri breiðþotum. Núna þegar Skúli horfir til baka sér hann að þetta voru mikil mistök. Stærri flugvélar eru með fleiri sæti og því meiri möguleiki á að flogið sé með tóm sæti, en tóm sæti skila engu til baka til flugfélagsins.  Þetta telur Skúli að hafa leitt til mikils taps WOW á árinu 2018.

En önnur mistök hafi verið að fá ekki fjárfesta inn í reksturinn á meðan vel gekk.

Eitt af stóru vandamálum WOW var að það var fjármagnað úr vinstri vasanum mínum.

Þegar best gekk höfðu margir samband, mikið af fjárfestum og stórir hópar sem vildu vera með í ævintýrinu. Nú þegar ævintýrið er búið sér Skúli að það voru mikil mistök að þýðast ekki boð þeirra.

Ég hefði átt að þiggja það […] Taktu peningana á meðan þú getur, enn mikilvægara er að taka réttu peningana.

Að fá inn góða fjárfesta með gott viðskiptavit hefði getað skipt sköpum fyrir WOW. En stóra spurningin sem Skúli segir að enginn fjölmiðill eða bók hafi hingað til spurt eða svara er af hverju fór WOW í að kaupa breiðþoturnar?

Þú verður að spyrja réttu spurninganna. Enginn hefur svarað því af hverju

Mjóþotur í dag hafa mikla drægni og geta flogið beint til Bandaríkjanna. Ísland hafði áður verið vinsæll millilendingastaður í Bandaríkjaflugi, en Skúli sá fram á að það væri líklega ekki að fara að vera svo áfram. Farþegar kjósa heldur beint flug ef kostur gefst á því. Til að bregðast við því teldi Skúli rétt að fara að sækja á staði sem væru lengra til vesturs og lengra til austurs. En það væri hægt með breiðþotum.

Ég hefði átt að taka skref aftur á bak, njóta velgengninnar og bíða

Hann var of hvatvís þegar kom að breiðþotunum, og breiðþoturnar reyndust Akkilesarhæll sem WOW tókst ekki að snúa aftur frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”