fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Róttæklingarnir í Sea Shepherd mættir í fýluferð til Íslands: „Maður er náttúrulega búinn að halda þessu fólki í vinnu undanfarin ár“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarsinnar frá umhverfisverndarsamtökunum Sea Shepherd eru mættir til Íslands. Samtökin berjast einkum gegn veiðum á sjávardýrum. Þau komu hingað á skipinu MV Brigitte Bardot til að trufla hrefnuveiðar Íslendinga þetta sumarið. Liðsmenn samtakanna hafa sést taka myndir af hrefnuveiðibát og segir Gunnar Bergmann Jónsson, hrefnuveiðmaður, að samtökin séu hér í mikilli fýluferð þar sem hann stefni ekki á hrefnuveiðar þetta árið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Þeir eru að fara í mikla fýluferð því við erum ekki að fara á hrefnuveiðar í ár. þessi hópur hefðu nú betur hringt í mig í stað þess að mæta bara,“ segðir Gunnar í samtali við Morgunblaðið.„Ég hitti þá á bryggjunni þar sem við vorum að vinna í bátnum. Þeir voru þá að taka myndir af skipinu og ég sagði þeim bara ða það yrðu engar hvalveiðar á Íslandi 2019. Þeir þóttust þá vera mjög ánægðir, en maður er náttúrulega búinn að halda þessu fólki í vinnu undanfarin ár.“

Sea Shepard var stofnað af liðsmönnum Greenpeace sem vildu beita róttækari aðgerðum gegn veiðimönnum. Sea Shepherd kom til Íslands árið 1986 og sökktu þá tveimur hvalveiðiskipum, Hval 6 og Hval 7,  með því að opna botnlokur skipanna. Stofnandi samtakanna Paul Watson lýsir hvalveiðiskipum sem hryðjuverkavélum sem ógna hvölum á hafinu.

Gunnar Bergmann mun, líkt og áður segir, ekki veiða hrefnu í ár. Þess í stað mun hann veiða sæbjúgu. Sea Shepherd mun því ekki hafa erindi sem erfiði, ætli þeir sér að beita sér gegn skipi hans þetta árið. „Þeir hljóta að geta fundið sér eitthvað annað til að mótmæla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“