fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Róttæklingarnir í Sea Shepherd mættir í fýluferð til Íslands: „Maður er náttúrulega búinn að halda þessu fólki í vinnu undanfarin ár“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarsinnar frá umhverfisverndarsamtökunum Sea Shepherd eru mættir til Íslands. Samtökin berjast einkum gegn veiðum á sjávardýrum. Þau komu hingað á skipinu MV Brigitte Bardot til að trufla hrefnuveiðar Íslendinga þetta sumarið. Liðsmenn samtakanna hafa sést taka myndir af hrefnuveiðibát og segir Gunnar Bergmann Jónsson, hrefnuveiðmaður, að samtökin séu hér í mikilli fýluferð þar sem hann stefni ekki á hrefnuveiðar þetta árið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Þeir eru að fara í mikla fýluferð því við erum ekki að fara á hrefnuveiðar í ár. þessi hópur hefðu nú betur hringt í mig í stað þess að mæta bara,“ segðir Gunnar í samtali við Morgunblaðið.„Ég hitti þá á bryggjunni þar sem við vorum að vinna í bátnum. Þeir voru þá að taka myndir af skipinu og ég sagði þeim bara ða það yrðu engar hvalveiðar á Íslandi 2019. Þeir þóttust þá vera mjög ánægðir, en maður er náttúrulega búinn að halda þessu fólki í vinnu undanfarin ár.“

Sea Shepard var stofnað af liðsmönnum Greenpeace sem vildu beita róttækari aðgerðum gegn veiðimönnum. Sea Shepherd kom til Íslands árið 1986 og sökktu þá tveimur hvalveiðiskipum, Hval 6 og Hval 7,  með því að opna botnlokur skipanna. Stofnandi samtakanna Paul Watson lýsir hvalveiðiskipum sem hryðjuverkavélum sem ógna hvölum á hafinu.

Gunnar Bergmann mun, líkt og áður segir, ekki veiða hrefnu í ár. Þess í stað mun hann veiða sæbjúgu. Sea Shepherd mun því ekki hafa erindi sem erfiði, ætli þeir sér að beita sér gegn skipi hans þetta árið. „Þeir hljóta að geta fundið sér eitthvað annað til að mótmæla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA