fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Ákærður fyrir íkveikju og manndráp á Selfossi – Á yfir höfði sér allt að 18 ára fangelsi

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona létu lífið eftir íkveikju á efri hæð íbúðarhúss á Selfossi síðasta haust. Tveir aðilar komust lifandi út úr brennandi húsinu. Þessir aðilar voru í annarlegu ástandi og voru handteknir skömmu síðar.

Vigfús Ólafsson er ákærður fyrir að hafa orðið fólkinu að bana með því að kveikja í húsinu af ásetningi en konan er ákærð fyrir að hafa ekki gert tilraun til að vara fólkið við. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Vigfús er ákærður fyrir bæði manndráp af ásetningu og íkveikju en einnig er hann ákærður fyrir manndráp af gáleysi og íkveikju til vara.

Vigfús sat við drykkju í húsinu þegar þetta gerðist og segist lítið muna eftir atburðarásinni.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari segir hæfilega refsingu yfir Vigfúsi geta verið allt að 18 ára fangelsi.

Kolbrún segir þetta vera fordæmalaust mál þar sem aldrei áður hafi einhver verið ákærður fyrir manndráp á tveimur einstaklingum í einu.

Verjandi Vigfúsar krafðist sýknunnar. Hann segir að Vigfús hafi kveikt eld í pappakassa í kjöltu sinni en ekki til að skaða aðra, heldur sjálfan sig.

Auk þess er engin sönnun fyrir því að Vigfús hafi kveikt í gardínunum en talið er að þær hafi valdið eldsvoðanum.

Réttarhaldinu lauk í dag og verður dómur kveðinn upp þann 9. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa