fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Vestfjarða í lok maí fyrir kynferðislega áreitni á sjómannadagsballi.  Jafnframt var honum gert að greiða þolanda sínum ríflega 200 þúsund krónur í miskabætur.

Brotið átti sér stað á sjómannadaginn í fyrra. Kona var stödd á dansleik með eiginmanni sínum. Þau stóðu á dansgólfinu þegar skyndilega var gripið um bæði brjóst hennar aftan frá og hún fann hvernig maður fyrir aftan hana þrýsti sér þétt upp að henni og hélt  henni fast. Henni brá mjög og leysti sig úr takinu með því að grípa um hönd káfarans og lyfta henni upp.

Hún leit til að sjá hver hefði verið að verki og sá þá karlmann sem hún kannaðist ekki við. Í dómi segir:

„Hún hefði þá spurt ákærða hvers vegna hann gerði þetta og hann svaraði því til að hún hefði svo flott brjóst“

Konan leitaði þá til þess aðila sem hélt dansleikinn og bað um að karlmanninum yrði vísað út. En ekki var orðið við því.

Eftir að þessi ókunnugi maður greip um hana kenndi konan sér meins í öxl. Hún hefði ekki getað þjálfað eða lyft eins og hún væri vön og væri búin að vera ónýt í öxlinni.

Lýsing eiginmanns konunnar var í samræmi við frásögn hennar af atvikum:

„Honum hefði svo verið litið á konu sína og séð ákærða standa fyrir aftan konu sína og ríghalda í hana, ákærði hefði hangið á brjóstum hennar.“

Fyrir dómi voru leidd fram nokkur vitni sem studdu frásögn konunnar. Ákærði neitaði þó sök og sagðist aðeins hafa faðmað konuna, þó hann viðurkenndi að hann hefði mögulega óvart gripið um brjóst hennar. Þótti dómara sú skýring ótrúverðug, enda þekkti maðurinn lítið sem ekkert til konunnar og viðbrögð hennar, sem aðrir hefðu borið vitni um, væru í engu samræmi við faðmlag.

Í niðurstöðu dómara segir:

„Ákærði hlaut að gera sér grein fyrir því að það að koma aftan að nær ókunnri konu og taka utan um hana með þessum hætti væri til þess fallið að valda henni ótta. Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina.“

„Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklingsins á sviði kynlífs sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er ætlað að standa vörð um.“

Því þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, og með því hefði hann gerst sekur um meingerð gegn konunni. Hún ætti því rétt til skaðabóta sem dómara þótti  hæfilega ákveðnar 200 þúsund krónur auk vaxta.

Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“