fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Guðrún: Skóladagur unglinga ætti að byrja klukkan 10 eða 11 – Verða seinna syfjaðir en fullorðnir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, vill að skóladagurinn hjá unglingum byrji klukkan 10 eða 11 á morgnana. Hún segir að ástæðan sé meðal annars sú að unglingar verða seinna syfjaðir en fullorðnir og af líkamlegum ástæðum þurfi þeir að sofa til 9 eða 9.30 á morgnana.

Þetta segir Guðrún í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem meðal annars er bent á það að margir grunn- og framhaldsskólar hér á landi hafi seinkað byrjun skóladagsins af ýmsum ástæðum.

Guðrún segir að með því að seinka byrjun skóladagsins myndi þar að auki skapast gullið tækifæri fyrir kennara og skólastjórnendur að skipuleggja starfið betur. Kennarar myndu þá mæta fyrr en nemendur.

Í greininni er haft eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, að hún finni fyrir áhuga foreldra á að seinka byrjun skóladags. Þá sé ánægja hjá þeim foreldrum sem eiga börn í skólum þar sem slíkt fyrirkomulag er við lýði.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti fékk Gulleplið 2019 í apríl síðastliðnum, en um er að ræða hvatningarverðlaun Heilsueflandi framhaldsskóla. Í frétt á vef Landlæknis um verðlaunin sem FB fékk segir meðal annars að skólinn haldi uppi markvissu starfi til að bæta svefn og svefnvenjur nemenda sinna. Þannig er nemendum gefin frí í fyrsta tíma eftir skólaball og þeim nemendum sem eiga erfitt með að vakna á morgnana gefinn kostur á, í samráði við námsráðgjafa, að hefja skóladaginn klukkan 09.50.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“