fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fréttir

Arnar var óánægður með Olís – Nú hefur málið fengið farsælan endi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afreksíþróttamaðurinn Arnar Helgi Lárusson gagnrýndi bensínstöðina Olís harðlega í myndbandi sem hann birti á Facebook og DV greindi frá, um daginn, þar sem hann benti á að endurskoða þyrfti aðgengi á Olísstöðvum. Nú  hefur málið fengið farsælan endi.

Arnar var óánægður með að geta ekki tekið Adblue, díselútblástursvökvann, á Olísstöðvum án aðstoðar.  Greiðslustöðinni hafði verið komið fyrir ofan á háum kanti sem Arnar, sem er lamaður og notar hjólastól, komst ekki að. Þurfti Arnar því að leita aðstoðar starfsmanna til að greiða fyrir vökvann sem honum þótti óásættanlegt.

Í nýju myndbandi greinir Arnar nú frá því að Olís hafi staðið sig í stykkinu.

„Olís er búið að standa sig núna. Kominn þessi fíni rampur. Eins og ég var fúll í síðustu viku yfir að það væri ekki rampur, þá gæti ég ekki verið ánægðari núna yfir þessum góðu viðbrögðum.“

Sýnir Arnar í myndbandinu hvernig hann getur nú greitt fyrir vökvann og dælt honum með nýkomnum rampi.

„Klikkar ekki. Núna er Olís að standa sig. Takk fyrir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Atkvæðagreiðsla um Flugfreyjusamning hefst í dag

Atkvæðagreiðsla um Flugfreyjusamning hefst í dag
Fréttir
Í gær

Þrýsta á að tollar verði lagðir á íslenskan kísilmálm

Þrýsta á að tollar verði lagðir á íslenskan kísilmálm
Fréttir
Í gær

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður
Fréttir
Í gær

Stefnir í að sóttkví verði beitt meira aftur

Stefnir í að sóttkví verði beitt meira aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“