fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:52

Lögreglumaður. Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þremenningunum, sem voru handteknir í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins miðar vel, en í þágu hennar hefur verið lagt hald á um 3 kg af amfetamíni, 90 gr. af kókaíni og rúmlega 100 e-töflur. Lögreglan hefur enn fremur haldlagt og kyrrsett eignir, en grunur er um að tilurð þeirra megi rekja til ágóða af brotastarfsemi.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, snúi meðal annars að fíkniefnamisferli og peningaþvætti, en ráðist var í þrjár húsleitir vegna þess eins og áður hefur komið fram.

Að sögn lögreglu eru fyrrnefndar aðgerðir liður í baráttu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi.

„Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans