fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Illugi minnist Atla: „Hann var sannarlega séntilmaður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson minnist á Facebook-síðu sinni Atla Magnússonar blaðamanns. Atli, sem starfaði jafnframt sem þýðandi, lést á heimili sínu þann 14. júní.

Illugi starfaði með Atla á árum áður og segir hann sannarlega hafa verið séntilmaður, en þannig er honum lýst í dánartilkynningu. „Séntilmaður. Þannig lýsa ástvinir Atla Magnússonar blaðamanns honum þegar þeir boða útför hans. Þetta er vandmeðfarið orð „séntilmaður“ og aðeins sárafáir sem bera það vel. Um Atla er hins vegar engum blöðum að fletta að hann var sannarlega séntilmaður,“ lýsir Illugi.

Illugi segir að hann hafi fyrst kynnst Atla á Tímanum. „Ég kynntist honum ungur þegar ég réðist á Tímann sem umsjónarmaður helgarblaðs. Hann var þá blaðamaður Tímans og ég lærði fljótt að meta hann flestum öðrum framar. Hann var ekki aðeins fróður og margvís heldur líka skemmtilegur, örlátur og gefandi og ég held að orðið „kankvís“ hafi verið fundið upp til að lýsa honum,“ segir Illugi.

Hann segir auk þess að vera afburðar blaðamaður þá hafi Atli verið einn besti þýðandi Íslands. „Það var alltaf gaman nálægt Atla í þá daga og þótt við Egill Helgason teldum okkur á Helgar-Tímanum vera á nokkuð nútímalegra plani en hann, þá átti hann sinn þátt í því með skemmtilegum og markverðum greinum sínum að kenna mér og líklega Agli líka að meta þjóðlegan fróðleik, svokallaðan. Seinna gerðist hann einhver vandaðasti þýðandi sem við áttum,“ segir Illugi.

Hann segir að lokum að Atli hafi sannarlega haft gott hjarta. „Erfið veikindi settu svip sinn á efri ár hans en það er mín fánýt von að ástvinir hans geti huggað sig við að allir sem þekktu hann vissu að Atli Magnússon var vissulega séntilmaður og hafði gott hjarta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans