fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Frjáls sala áfengis mun auka neyslu og hafa bein áhrif á dauðsföll vegna krabbameina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjáls sala á áfengi mun bæði auka neyslu landsmanna á áfengi og hafa bein áhrif á fjölgun dauðsfalla af völdum krabbameina, segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsafalla af völdum krabbameins.

Laufey greinir frá þvi að í Svíþjóð hafi menn rannsakað áhrif þess að aflétta ríkiseinokun á áfengissölu. Niðurstöðurnar sýndu fram á að að drykkja myndi aukast um 20 prósent ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni og um 30 prósent ef áfengi færi í almennar- eða sérverslanir.

Jafnframt sé það löngu þekkt staðreynd að áfengisneysla auki líkur á krabbameinum.

„Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli.“

Það skipti engu máli hvers kyns áfengis er neytt, vínandinn innihaldi acetaldehýð sem er staðfestur krabbameinsvaldur.

Á hverju ári megi rekja þrjár milljónir dauðfalla til drykkjunnar.

„Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu.“

Margir telja það heilsubót að fá sér eitt glas af áfengi á hverjum degi. Laufey segir að þó svo að slíkt geti minnkað áhættuna á blóðþrurrð eða sykursýki þá komi á móti áhættan á krabbameini.

„Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum.“

Laufey segir að Íslendingar ættu heldur að fagna ríkiseinokuninni en að afnema hana og hún veltir fyrir sér hverjir hafi hag af því að gefa áfengissöluna frjálsa, því ekki sé það þjóðin.

„Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga?“

„Enginn vafi er að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnalambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum