fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Skúli var á móti bókinni og neitaði samstarfi – „Hann þarf að svara fyrir það sem stendur í henni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin WOW – Ris og fall flugfélags er nýkomin út, glóðvolg úr prentsmiðjunni.  Höfundurinn Stefán Einar Stefánsson er blaðamaður og viðskiptafréttastjóri Morgunblaðsins. Stefán Einar  fylgdist náið með gangi WOW Air og allt frá því í september 2018 hafði hann þungar áhyggjur af stöðunni. Bók sína vann Stefán Einar á afar skömmum tíma, á innan við tveimur mánuðum, en aðspurður segist hann alls ekki hafa séð fyrir tímasetninguna á falli WOW.  Daginn sem félagið varð gjaldþrota ákvað hann að ráðast í ritun bókinnar. Hafði hann þá þegar viðað að sér miklum upplýsingum um fyrirtækið.

Á kynningarfundi sem Forlagið hélt í Norræna húsinu á bókinni í hádeginu var Stefán Einar spurður um samskipti og samstarf við Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda WOW, við ritun bókarinnar. Stefán sagði að Skúli hafi neitað allri samvinnu:

„Við höfum þekkst lengi og orðið vel til vina en hann var á móti því að þessi bók yrði skrifuð. Vildi hann skrifa þessa sögu sjálfur á öðrum tímapunkti. Það hefði verið betra að sjónarmið Skúla hefðu komið fram í bókinni. Hins vegar tel ég að hann verði einhvern tíma að svara fyrir það sem stendur í henni. Hann verði að efna til samstals um sumt af því sem þarna kemur fram.“

Í bókinni kemur meðal annars fram að við skuldafjárútboð WOW í fyrrahaust hafi um helmingur nýs hlutafjár komið frá þeim hluthöfum sem fyrir voru og farið beint í skuldir. Þá er því einnig haldið fram að nýjar stórar breiðþotur, Airbus A330-900neo, sem WOW Air tók í notkun árið 2017, hafi verið ein versta og afdrifaríkasta ákvörðunin í rekstri félagsins og engin ein ákvörðun önnur hafi stuðlað eins mikið að falli félagsins jafnsnemma og raunin varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað