fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Hjalti er fokreiður: Fullur poki af plastdrasli við Námaskarð – „Helvítis sóðar!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögumaðurinn Hjalti Björnsson vakti athygli á undarlegu og jafnvel umhverfisspillandi athæfi rútubílstjóra sem hann hitti fyrir við Námaskarð við Mývatn í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Ég plokkaði fullan poka af plastdrasli við Námaskarð í dag.

Það er ekki í frásögur færandi nema að þegar ég var að koma aftur á bílastæðið fann ég uppsprettuna.“

Uppsprettan reyndist vera ferðamenn sem gengu um staðinn í bláum einnota plasthlífum sem rútubílstjórar afhentu þeim. Var þetta gert til að fyrirbyggja það að óhreint yrði í rútunum.

„Sem sagt allt í lagi að menga náttúruna og sóða allt út með plasti. Ég tek fram að megnið af því sem ég týndi upp voru svona plasthlífar sem auðveldlega losna af skónum þegar gengið er um leirinn.“

Hjalti vék sér þá að einum bílstjóra og spurði hvort hann ætlaði sér ekki að hirða upp plasthlífarnar eftir farþega sína.

„Hann svaraði NEITANDI ekki mitt mál. Ég endurtók spurninguna og fékk sama svar þó ég sýndi honum draslið í pokanum. 6 rútur með 60 farþega hver og allir með tvær hlífar = 720 plasthlífar í hverri viku.

Í samtali við blaðamann sagði Hjalti að hann væri ekki að vekja athygli á athæfinu til að gagnrýna einhver tiltekin rútufyrirtæki, heldur bara að benda á að árið 2019 ætti fólk að vita betur og koma betur fram við náttúruna, jafnvel að taka virkan þátt í að bæta umhverfið með því að plokka og flokka, í stað þess að bæta gráu ofan á svart. Undanfarið hefur átt sér stað mikil vitundarvakning í íslensku samfélagi um þau áhrif sem samlíf okkar við náttúruna hefur haft. Stofnun Árna Magnússonar valdið orðið plokka sem orð ársins 2018 og í apríl lok var stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur þar sem ekki minni maður en sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lét sitt af mörkum.

Hjalti segir að það megi í raun kalla hann atvinnuplokkara, enda eyði hann drjúgum tíma í  hverjum mánuði við iðjuna. Í lok Facebook-færslunnar fór Hjalti nokkuð hörðum orðum um rútubílstjóra sem dreifa plasthlífum með ofangreindum hætti:

„Helvítis sóðar!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum