fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Morðið í Mehamn – 40 mínútur liðu áður en sjúkraflutningamenn gátu sinnt Gísla Þór sem blæddi út

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 05:59

Gísli Þór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Þór Þórarinsson var skotinn til bana í Mehamn í Noregi þann 27. apríl síðastliðinn eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hálfbróðir hans situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið Gísla að bana. 40 mínútur liðu frá því að sjúkraflutningamenn komu á vettvang í Mehamn þar til þeir gátu sinnt Gísla.

Norska ríkisútvarpið skýrði frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hafi þurft að bíða í 40 mínútur fyrir utan morðvettvanginn áður en þeir gátu sinnt Gísla. Þetta er vegna öryggisregla sem kveða á um að þeir megi ekki fara inn á hættulegan vettvang fyrr en lögreglan heimilar það. Biðtíminn skýrist af bið eftir lögreglunni sem kom ekki á vettvang fyrr en um 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Í heildina leið rúmlega klukkustund frá því að tilkynnt var um skotárásina þar til lögreglan kom á vettvang. Tilkynning barst klukkan 05.25 og héldu lögreglumenn frá Kjøllefjord á vettvang. Þeir tóku lækni með sér og þurftu að vopnast áður en þeir komu á vettvang.  Það liðu því 53 mínútur frá tilkynningunni og þar til þeir komu á vettvang. Því næst tók það þá nokkrar mínútur að tryggja öryggi á vettvangi þannig að rúmlega klukkustund leið frá því að tilkynningin barst þar til sjúkraflutningamenn og læknir gátu sinnt Gísla.

Lögreglan í Finnmörku segir að viðbragðstíminn hafi verið innan eðlilegra marka.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli lést af völdum blóðmissis en hann var skotinn í annað lærið.

 

Tok 53 minutter

Operasjonssentralen hos politiet fikk inn nødmeldingen fra Mehamn klokken 05.25, sier stabssjef i Finnmark, Tarjei Sirma-Tellefsen.

– Politiet rykket ut ifra Kjøllefjord og tok med seg vakthavende lege, bevæpnet seg,
og var framme på stedet klokken 06.18.

– Dette er 53 minutter. Er denne utrykningstiden bra nok?

– Nå er det slik at vi kan ikke ha politi overalt til enhver tid. Denne vaktordningen ved kysten har vi hatt i mange år. Utrykningstiden er innenfor politiets utrykningstid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla