fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Rannsókn á nauðgunarkæru Assange hafin að nýju

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn meintrar nauðgunar blaðamannsins og stofnanda Wikileaks, Julian Assange, mun hefjast að nýju í Svíþjóð. Málið hafði áður verið fellt niður fyrir tveimur árum en lögmaður meints brotaþola fór þess á leit að það yrði tekið upp aftur. Níu ár eru liðin frá því að ásakanirnar komu fyrst fram. Frá þessu er greint á vef Aftonbladet.

Í morgun greindi saksóknarembættið í Svíþjóð frá því að rannsóknin yrði tekin upp aftur. Julian Assange hefur allt tíð neitað sök í málinu. Rannsókn málsins leiddi til þess á sínum tíma að Assange leitaði hælis í sendiráði  Ekvador í Lundúnum en með því móti komst hann hjá framsali til Svíþjóðar.

Líkt og áður hefur verið greint frá var Assange handtekinn í sendiráðinu í síðasta mánuði eftir að Ekvadór afturkallaði verndina yfir honum.  Hann hafði þá dvalið í sjö ár í sendiráðinu. Í kjölfarið var óttast að Assange yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um hlutdeild í stórum gagnaleka þar sem trúnaðargögn Bandarískra yfirvalda voru birt á netinu. Bandaríkin hafa farið fram á að Assange verði framseldur til þeirra frá Bretlandi en þar sem rannsókn á meintri nauðgun verður hafin að nýju þarf að líkindum að taka afstöðu til þess hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna, eða til Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu