fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rannsókn á nauðgunarkæru Assange hafin að nýju

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn meintrar nauðgunar blaðamannsins og stofnanda Wikileaks, Julian Assange, mun hefjast að nýju í Svíþjóð. Málið hafði áður verið fellt niður fyrir tveimur árum en lögmaður meints brotaþola fór þess á leit að það yrði tekið upp aftur. Níu ár eru liðin frá því að ásakanirnar komu fyrst fram. Frá þessu er greint á vef Aftonbladet.

Í morgun greindi saksóknarembættið í Svíþjóð frá því að rannsóknin yrði tekin upp aftur. Julian Assange hefur allt tíð neitað sök í málinu. Rannsókn málsins leiddi til þess á sínum tíma að Assange leitaði hælis í sendiráði  Ekvador í Lundúnum en með því móti komst hann hjá framsali til Svíþjóðar.

Líkt og áður hefur verið greint frá var Assange handtekinn í sendiráðinu í síðasta mánuði eftir að Ekvadór afturkallaði verndina yfir honum.  Hann hafði þá dvalið í sjö ár í sendiráðinu. Í kjölfarið var óttast að Assange yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um hlutdeild í stórum gagnaleka þar sem trúnaðargögn Bandarískra yfirvalda voru birt á netinu. Bandaríkin hafa farið fram á að Assange verði framseldur til þeirra frá Bretlandi en þar sem rannsókn á meintri nauðgun verður hafin að nýju þarf að líkindum að taka afstöðu til þess hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna, eða til Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla