fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland miður sín: „Átakanlegasta þingmál sem ég hef staðið frammi fyrir síðan ég settist á þing“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 09:22

Inga Sæland þingmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fæðingartíðnin hefur aldrei mælst lægri en nú. Í jafn þróuðu og vel upplýstu samfélagi og við státum af dagsdaglega er algerlega óásættanlegt að um 20% allra þungana ljúki með því að fóstri sé eytt,“ segir Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í dag er á dagskrá Alþingis lokaatkvæðagreiðsla um þungunarrof sem mun heimila slíkar aðgerðir fram á 23. viku.

„Þar verður að öllu óbreyttu heimilt að eyða ófullburða börnum í móðurkviði fram að 23. viku meðgöngu og það án nokkurra skilyrða, sbr. 1. málsliður 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins en þar segir: Heimilt er að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar. Þetta verður mæðradagsgjöf þings til þjóðar,“ segir Inga sem hvetur sem flesta til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni um frumvarpið.

„Ég get lofað því að hún mun fara fram að viðhöfðu nafnakalli þar sem hver og einn viðstaddur þingmaður mun þurfa að gefa upp afstöðu sínu í heyranda hljóði frammi fyrir alþjóð, og það verður líka eftir því tekið ef einhver og þá hver kýs að greiða atkvæði með fótunum og láta sig vanta í atkvæðagreiðsluna.

Átakanlegt mál

Andstaða Ingu og Flokks fólksins varðandi þetta tiltekna frumvarp hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með málinu og segir Inga raunar að þetta mál sé það erfiðasta sem hún hefur glímt við síðan hún settist á þing.

„Þetta er átakanlegasta þingmál sem ég hef staðið frammi fyrir síðan ég settist á þing. Frumvarpið kom á sínum tíma sem þruma úr heiðskíru lofti. Umræðan um það í þinginu hefur verið í skötulíki. Meðhöndlun málsins er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og formanni í velferðarnefnd, sem ber ábyrgð á því innan nefndarinnar, ekki til sóma. Ekkert var rætt um það í kosningabaráttunni haustið 2017 að einhverjir flokkar hygðust leggja þetta mál fram. Hvergi sér þess stað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvaða öfl standa á bak við það að þrýsta frumvarpinu í gegn og það í nafni kvenfrelsis,“ spyr Inga.

Kallar eftir þjóðarátaki

Þá vísar Inga í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina þar sem fram kom að engin umræða hafi átt sér stað í grasrót Sjálfstæðisflokksins um málið. Inga segist ekki vita hvernig málum er háttað í öðrum flokkum en hún hafi þó ekki heyrt af slíkri umræðu innan Framsóknarflokksins.

„Afstaða Vinstri grænna til aukinnar heimilda til fóstureyðinga þarf hins vegar ekki að koma á óvart og gildir vísast einu um hvort þau mál hafi verið rædd í starfi þess flokks eða ekki. Tölfræðin sýnir að fimmti hver getnaður hér á landi endar með fóstureyðingu. Framkvæmdar eru rúmlega eitt þúsund fóstureyðingar árlega eða 4 fóstureyðingar hvern virkan dag ársins. Engri konu hefur verið neitað um aðgerðina. Það eru einungis um 4.000 fæðingar hérlendis á ári hverju. Fæðingartíðnin hefur aldrei mælst lægri en nú.“

Inga endar grein sína á þeim orðum að það sé óásættanlegt í jafn þróuðu og upplýstu samfélagi að fimmtungur allra þungana ljúki með fóstureyðingu.

„Fóstureyðingar fela iðulega í sér harm og þjáningar fyrir alla þá sem hlut eiga að máli. Hvernig sem atkvæðagreiðslan um fóstureyðingafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer í dag, þá er víst að við verðum að taka umræðuna og hefja þjóðarátak í fækkunum fóstureyðinga og um leið að lækka þetta skelfilega hlutfall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla